Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. lært um ísland, en þekkjum þó lítið til um líf drengja þar. . . .“ U-D í Hafnarflrði er all blómlegt í vetur, það sem af er, og á marga ágæta pilta fulla af áhuga og gleði. Y.-D. í Hafnarflrði er furðu fjölsótt og er á hverjum fundi í kringum 140 drengir. Sunnudagskólinn þar, sem, K. F. U. M. og K. halda sameiginlega, gengur og mjög vel og er þar mikil þröng, þvi fjelagssalurinn er alt of lítill. — Sama má segja um vorn sunnudagaskóla. Það er mikil aðsókn og má heita að ekki aðeins salurinn heldur og alt húsið sje fullt af börnum kl. 10 á sunnudagsmorgnana. Yinadeildin (V-D) kl. 2 á sunnudögum er og mjög fjölsótt: eru vanalega frá 100 til 150 á þeim fundum. Y-D'drengir liggja ekki á liði sínu og dunar allt húsið undir af söng og fjöri, kl. 4. Venju- legast eru yfir 2J/z hundrað á fundi. Stærsti fundur var haldinn sunnud. 13. Nóv. þá voru 445 drengir á fundi. — Alla vikuna eru svo haldnir allskonar fundir og hvílir kotsnaðurinn við ljós og hita og viðhald sem af öllu þessu leiðir á aðaldeildina, og er það ekki lítið fje- Er því ekki að furða þótt stundum sje lágt í fjelagssjóði, einkum er þess er gætt að húsið er svo mikð notað af fjelaginu að vjer getum lítið leigt það út; heldur leitar ekki fjelagið út til almennings um fjegjafir, heldur sama sem engar samkornur með seldum inn- gangi eins og víða er títt. Ekki höfum vjer bazara á haustin eins og fjelög í útlöndum. En fjelagarnir leggja stórar fórnir á sig þegar þess þarf með. Á öðrum fimtudegi nóv. var haldið kaffikvöld og var þá settur upp hita- mælir upp á 4000 stig. Steig hann það kvöld upp yfir 13 hundruð og síðan hefur hann verið að smá stíga. En 4000 þurfum vjer að fá í hann um þessar mundir. — I útlöndum koma til fjelagsins nær daglega gjafir frá vinum og velunnurum starfsins, og mönnum sem unna kristilegri starfsemi, þótt ekki sjeu þeir meðlimir. Þar hafa fjelögin líka stundum heilan flokk af nokkurskonar aukameðlimum, sem gefa árlega eins og þeim sýnist. Þeir kallast styðj- andi meðlimir og hafa annars engar skyldur við fjelagið og engin rjettindi heldur í því. Evrsta sunnudag í Nóvember vnr haldinn fórnarfundur fyrir byggingarmálið. Inn komu: kr 107,81 Bænavikan var haldin eptir þeirri skrá, sein birt var í síðasta blaði og vitum vjer fyrir víst að hún hefir mikla blessun í för með sjer. Sunnudaginn eptir voru um 60 af fjelagsfólki til altaris í hámessu. Það var mjög blessunarrík stund. Biblíulesturinn um líf Jesú Krists, sem talað var um í síðasta blaði, var hafinn upp úr bænavikunni. Stendur hjer í blaðinu lestrarskráin og íhugunarefnin. Ætlast er til að menn lesi saman aðallið- inn á samverustund á sunnudegi, og ræði saman um það efni sem gefið er; en daglegi lesturinn heyri virku dögunuin til, og sje í einrúmi. Gott er að gæta að samhengi allra kaflanna fvrir hverja viku. — Þessu má þó raða niður á hvern hátt, sem mönnum þykir bezt. — Vikutalið aðeins til leiðbeiningar. Menn geta byrjað á hvaða tíma sem er, og haldið svo áfram. Gleymið ekki bæninni er þjer lesið. Trúfesti, Gerald Hanson lieitir drengur í Minneota Minn. í Bandaríkjunum. Hann hefur nú gengið í sunnudagaskólann í 12 ár og hefur ekki vantað einn einasta sunnudag í öll þessi ár, og sunnudagaskólinn þar er hald- inn á liverjum sunnudegi. Það er fallegt m et í trúfesti.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.