Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Síða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
3
eða Ylfingum, en það eru Væringjaefni á
aldrínum 8—12 ára.
I tjaldferðalög hefur verið farið allvíða
um nágrennið um helgar, og þá auðvitað
oftastnær á hjólum. Þeir staðir, sem Vær-
ingjarnir oftast koma á í slíkum ferðalögum
eru t. d. að Tröllafossi, upp í Hengildali, að
Vífilfelli, suður að Gerði fyrir sunnan Hafn-
arfjörð, að Selvatni, að Hafravatni og víðar.
Stundum er og farið lengra, en þá eru bílar
notaðir. Annars hefur í sumar verið óvenju-
dauft um tjaldferðir, og var aðalorsökin sú,
að svo margir Væríngjar fóru utan og flest-
ir þeirra voru foringjar.
Á öllum ferðalögum okkar, bæði þegar
farið er með tjöld eða í skálann, leitumst
við við að kenna drengjunum ýmislegt, svo
sem rjettan ferðaútbúnað, matreiðslu, tjöld-
un, að ganga vel og hreinlega um, hvar sem
þeir dvelja, og að veita náttúrunni sem
besta eftirtekt. Við skiftum sem jafnast
með okkur verkum, t. d. við matreiðslu og
þvílíkt og gætum þess, að ekki lendi alt á
herðum þeirra, er stjórna, heldur að dreng-
irnir sjálfir taki sem mestan þátt í öllum
störfum, á því læra þeir best að verða meira
sjálfbjarga og úrræðabetri. Að öðru leyti
má geta þess að hingað kom í vor danskur
skáti. Var hann allmikið með Væringjunum
og lágu t. d. nokkrir með honum í tjaldi
uppi í Henglafjöllum í nokkra daga, og not-
aði sá danski tímann til að athuga jarðveg-
inn og safna ýmsum steintegundum, því
hann nam slíka fræði. Þá komu og hingað
8 skátar frá Tjekkoslovakiu og voru þeir að
mestu leyti á vegum K. F. U. M. En þeir
kyntust einnig Væringjum og fór t. d. einn
þeirra með hinum erlendu skátum austur í
Þjórsárdal og dvöldu þeir þar í nokkra daga.
Því miður verður víst ekki tími til að segja
ykkur frá Jamboree, að þessu sinni, en þess
vil jeg aðeins geta að sú för var okkur öllum
til ómetanlegs gagns og mun ávalt reynast
okkur sá aflgjafi, er veitir okkur meira víð-
sýni og þroska í skátastarfi voru.
Ræða Jóns Sigurðssonar.
Kæru fjelagsbræður!
„Leikur er mvnd af lífi stundar.
Lærdóm bak við sjá má spakan.
Leikur er skóli, að læri halir
Að lifa rjett og forðast pretti".
Jeg á að tala hjer um sumarstarf knatt-
spyrnufj elagsins Valur.
Knattsyrna er sú íþrótt, er heillað hefur
æsku þessa lands — og margra annara
menningarlanda — meira en nokkur önnur
íþrótt. Það var því engin tilviljun að æsku-
menn innan K. F. U. M. hjer kusu helst að
iðka þá íþrótt.
Margir menn, og þá einkum rosknir menn,
skilja ekki tilgang knattspyrnunnar og tjá
sig jafnvel eins og þeir orða það. „mótfallna
þessu sparki út í loftið“. Mjer er kunnugt
um, að sumir þessara manna sjá gildi annara
íþrótta og jafnvel iðka þær, t. d. skák.
Ilreyfa þeir taflmennina eitthvað út í blá-
inn? — Nei —. 1 báðum þessum leikjum,
knattspymu og skák, er stefnt að ákveðnu
niarki, eftir fast ákveðnum reglum. Bak við
]>á báða. felst mikil hugsun og um leið fögur
hugsj ón.
Skákin æfir menn í nákvæmri íhugun,
knattspyrnan í skjótri hugsun, hún er þvi
einskonar hraðskák.
Skákina tefla 2 menn, á vellinum 22. Þeir
eru í tveim flokkum. 11 menn vinna saman
að því að koma knettinum inn um markhlið
mótherja, 5 í sókn, 6 í vörn. Hver einn hefur
sitt ákveðna verk að vinna, enginn má bregð-
ast, því allir verða óhjákvæmilega að vinna
saman. Gæti einhver ekki stöðu sinnar á vell-
inum eyðileggur hann leik alls flokksins.
Þetta gjörir það að verkum, að þessir 11
raenn eru sem ein heild — samhuga — hver
nátengdur öðrum í leiknum.
Því æfum sjer knattspymu, að hún er
ímynd lífsbaráttunnar: ýmist sókn eða vöm,
og býr oss undir hana: kennir oss að taka
tiJIit til annara, styrkir líkama vorn, eykur
þol, einurð og drenglyndi.