Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Qupperneq 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Qupperneq 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K P. U. M. Æfingar í Val hófust í Aprílmán. og opt daglega allt sumarið fram í Sept. Æft var í 3 aldursflokkum, í 1. fl. menn 18 ára og eldri, í 2 fl. 15—18 ára og í 3. fl. drengir undir 15 ára aldri. Æfingar voru optast vel sóttar, þó hefði hetri æfingasókn verið ákjósanleg og er lík- legt að meira hefði þá áunnist í kappleikj- um fjelagsins. Æfingar sóttu rúmlega 100 fjelagsmenn, um helmingur þeirra mun hafa sótt æfingar s. a. s. að staðaldri. Árangur æfinga venju fremur góður og orðstír fje- lagsins og traust almennings til þess tví- mælalaust aukist. Valur tók þátt í öllum knattspyrnumálum, sem háð voru hjer í sumar og vegnaði opt- ast vel. Á vormót III. fl. varð Valur no. 2 eins og svo opt áður í þeim flokki. Á vonnóti II. fl. varð Valur sigurvegarinn og vann bikar, sem kept var þá um í fyrsta sinni. Ilefur II. fl. Vals löngum verið sigur- sæll og er ekki að efa, að dugnaði hans og sígursæld, er það mikið að þakka, að fje- lagsmenn lögðu ekki árar í bát á mestu þrengingartímum fjelagsins, er eldri fjelag- ar yfirgáfu það, og aðrir leituðust við að telja kjark úr þeim yngri, sem þó fyltust metnaði um að lypta merki fje- lagsins svo hátt, að það beri af öðrum. Knattspyrnumót Islands var að þessu sinni að því leytinu merkilegra en hin fyrri, að það sóttu í fyrsta sinni tvö fjelög utan af landi, frá Akureyri og Vestmannaeyjum, svo að á mót- inu kepptu 6 fjelög. Á því rnóti varð Valur næstur þeim hlut- skarpasta. Skömmu eptir íslandsmótið kom hingað úrvalsflokkur fær- eyskra knattspyrnumanna til að þreyta við reykvíska knatt- spyrnumenn. Keptu þeir tvo kappleika alls á meðan þeir dvöldu hjer. Valur hlaut þann heiður að keppa fyrir liönd íslendinga fyrri kappleik Færeyinganna, en sigurvegarinn á íslands- rnótinu hinn síðari. Lauk þeim leikjum, sem kunnugt er, með góðum sigri íslendinga. Valsmönnum má það vera gleðiefni að Færeyingar luku, í frásögn af leikjunum, sjerstaklega lofsorði á góðan og drengilegan leik Vals í viðureigninni. í byrjun ágústmán. fór fram svonefnt B- mót knattspyrnumanna. Þar varð Valur no. 3. — Þrjú fjelög tóku þátt í mótinu. Á haustmóti I. fl. varð Valur næstfremst- ur, hafði þó unnið sigurvegarann á mótinu, en tapað fyrir öðru fjelagi og varð því að þreyta við hann aftur, en beið þá ósigur. Á haustmóti II. fl. varð Valur annar í röð- inni. Úrslitaleikinn á því móti þreytti Valur annarsvegar þrisvar sinnum unz vítaspyrna rjeði úrslitum. Á haustmóti III. fl. bar Valur sigur úr být- um. Var það Valsmönnum sjerstakt gleði- efni, því fjelagið hafði aldrei fyr unnið mót í þessum flokki. Verðlaunagripir þeir, er fjelagið hefur nú yfir að ráða eru nú 4, allt bikarar. Ykk- ur gefst bráðlega tækifæri að sjá þá, því þeir verða innan skamms fluttir hingað í

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.