Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Síða 10
8
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
„Var það gamall vérkamaður kominn frá
utlöndum ?“. spurði hann.
„Já, verkamaður“, sagði drengurinn ennþá
órórri, „ekki svo sjerlega gamall, og hann
kom frá útlöndum".
„Hvenær kom hann á sjúkrahúsið ?“ spurði
h j úkrunarmaðurinn.
Drengurinn leit á brjef sitt og sagði: „Jeg
held fyrir fimm dögum síðan“.
Hjúkrunarmaðurinn hugsaði sig um. Allt
í einu sagði hann eins og hann áttaði sig. á
þessu: „Ó, hann er í innsta rúminu á fjórðu
stofu“.
„Er hann mjög veikur? Hvernig líður hon-
um?“ spurði drengurinn ángistarfullur.
Hjúkrunarmaðurinn leit á drenginn án
þess að svara. Síðan sagði hann: „Komdu
með mjer“.
Þeir gengu síðan upp tvo stiga og svo ept-
ir löngum gangi og komu að stórum sjúkra-
sal með tveim röðum af rúmum.
„Komdu með mjer!“ sagði hjúkrunarmað-
urinn aptur og gekk inn í salinn. Drengur-
inn herti upp hugann og fór inn á eptir hon-
um, en leit með hræðslublöndnu augnaráði
kringum sig á þessar raðir af veikum mönn-
um. Sumir höfðu augun lokuð og voru fölir
eins og nár; sumir störðu út í loptið og sum-
ir stundu og hálf veinuðu. Það var hálf
dimmt í þessum stóra sal og loptið var
þrungið af meðalalykt og karbóleim. Tvær
líknarsystui' voru á gangi um kring með
meðalaglös í höndunum.
Þegar þeir voru komnir innét inn í hinn
langa sal, gekk hjúkrunarmaðurinn að innsta
rúminu, dró sparlökin frá og sagði:
„Iljerna er faðir þinn!“
Drengurinn fór að gráta og ljet böggulinn
sinn, er hann bar undir hendinni, detta.
Hann hallaði höfði sínu á öxl sjúklingsins og
tók með annari hendinni um arm hans, er lá
máttlaus ofan á ábreiðunni. Veiki maðurinn
hreyfði sig ekki.
Drengurinn reis á fætur og leit á föður
sinn, og fjekk nú grátkast að nýju.
Þá Ijet sjúklingurinn augun hvíla á hon-
um, og virtist að þekkja hann. En varirnar
bærðust ekki.
„Aumingja pabbi, ósköp er hann breytt-
ur!“ hugsaði drengurinn. Hann gat varla
þekkt hann. Hárið var orðið nær hvítt, and-
litið var þrútið og með blárauðum blæ og
húðin sljett og glansandi, varirnar mjög
þykkar og hann var orðinn skeggjaður. Allt
útlit hans var gjörbreytt. Það var ekkert
lengur svipað honum, nema ennið og auga-
brýrnar. Hann dró andann þungt og með
erfiðleikum.
„Babbi, babbi!“ (svo var drengurinn van-
ur að kalla hann), „þekkirðu mig ekki? Það
er jeg, hann Sezilio þinn, sem er kominn að
heiman að vitja um þig. Mamma sendi mig.
Líttu vel á mig! Þekkir þú mig ekki! Ó,
segðu eitt orð við mig“.
En veiki maðurinn lokaði augunum eptir
að hafa litið á hann.
„Babbi, babbi! Iívað gengur að þjer? Jeg
er hann litli sonur þinn, hann Sezilió þinn!“
En veiki maðurinn hreyfði sig ekki og átti
erfitt með andardráttinn.
Þá settist drengurinn á stól við rúmið og
beið og beið, án þess að líta af föður sínum.
Hann hugsaði með sjer. „Það hlýtur einhver
læknir að koma og líta til sjúklinganna.
iLann getur víst gefið mjer upplýsingar“.
Nú sökk hann niður í þungar hugsanir.
Iíann hugsaði um liðna tímann, þegar faðir
hans, sem honum þótti svo vænt um, lagði
af stað til útlanda, og hann hugsaði um, hve
þungt hefði verið fyrir þau mæðginin að
kveðja hann, er hann stje á skip. Hann hugs-
aði um vonirnar sem knýttar voru við þessa
ferð, og hina óþreyjufullu bið eptir brjef-
um. Síðan fór hann að hugsa um dauðann.
MánaöarblaO K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuöi. Kostar kr. 2,50 árg. Afgr.stofa í húsi K. F. U. M.,
Amtmannsstig, opin virka daga kl. 5—7. Sími 437. Pósth. 3G6. Útgefandi: K. F. U. M. — Prentam. Acta.