Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Side 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Side 3
10. árg. Reykjavík, Jan.—Febr. 1935. 1.-2. blað. Nýtt ár. Sálm. 73, 23.-24. Enn þá er nýtt ár byrjað og þá höfum vjer ástæðu til að líta til baka og hugsa um framtíðina. Hvað hefur oss að höndum borið og hvað höfum vjer aí hendi leyst á árinu, sem leið? Og' hvað mun ske og hvað mun oss iánast á árinu, sem nú er byrjað? Sjeu orðin í sálminum, sem vitnað er til hjer að ofan, raunveruleiki fyrir oss, þá mun Guð sannarlega \era með í svarinu við þess- um spurningum. Ef vjer höfum lifað í trú- arsamfjelagi við hann og vitum að vjer er- um leiddir af honum og eptir hans ráði, þá þökkum vjer honum allt, bæði meðlæti og mótlæti, sorg og gleði. Ekkert var tilviljun. Trúr og náðugur faðir vor var með í öllu því, sem oss bar að höndum. Þegar vjer svo horfum fram til hins ókomna, þá vitum vjer ekkert annað en það, að hann hefur tekið í hægri hönd vora og mun leiða oss skref fyrir skref. »Hans starf ei nenuir staðar, hans slöðvar enginn spor.« En þetta talar þá líka alvarlega til vor um það, hve áríðandi það er fyrir oss, að láta leiðast af honum. Náðarsamlegar ráðs- ályktanir hans oss viðvíkjandi fara að vísu sínu fram, en vjer getum komið í veg fyrir að hann geti gjört oss eins og hann vill, og vjer getum hindrað að hann geti notað oss til framkvæmda fyrir sig, með því að van- rækja að hlusta eptir og fylgja boðum hans og fyrirmælum. Vjer höfum allir ástæðu til sárrar sorgar í þessu efni, þegar vjer hugs- um til liðins tíma. Vjer höfum ekki borið þá ávexti, sem hann gat vænst af oss, vegna þess að vjer fórum optast nær vorar eigin leiðir. Vjer vorum svo opt óhlýðnir og' ljetum tækifærin fara fram hjá oss. Vjer áttum litla trú, lítið af kædeika og djörfung. En þrátt fyrir þetta, megum vjer ekki láta hugfallast. I krapti Jesú Krists höfum vjer enn tækifæri til að byrja og lifa þetta ár að nýju. Guð gefi oss náð til að lifa í full- komnari hlýðni og endurnýjaðri trú á þessu nýja ári. Þökkum svo Guði fyrir allt, sem hann gaf, bæði sjálfum oss og fjelagi voru á liðna árinu, og víg'jum oss honum að nýju og biðjum hann um meiri þrótt til að láta leiðast eptir ráð- um hans, svo að vjer fáum að reyna meira af náð hans í starfi voru. Timinn er stuttur, en konungserindinu þarf að hraða sem mest! Þökk fyrir samstarfið á liðna árinu og heill fylg'i störfum vorum á yfirstandandi ári í Jesú nafni. s. LANDoEiÓKASAfJi ■Xi 13773 5 "aT"v>~

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.