Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Qupperneq 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Qupperneq 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M 3 hann segi það eða kenni. Nú er sá tími, að menn eru sjúkir af andlegri leti og alvöru- leysi og sjálfrjcðisfýkn. Heimurinn og heims- ins börn og gæðingar heimsins vilja lifa og láta eins og fýsn holdsins, fýsn augnánna og auðæfa-oflætið bendir beim. Þeir lifa í hálf- velgju, í andvaraleysi, í meinleysi, í brosandi áhygg'juleysi um hina eilífu framtíð. Þeir kalla þetta að lifa í kærleika, en sá.kærleiki, sem þeir hylla, er tómt hjóm, og á ekkert skylt við kærleika hins Heilaga Guðs. Allt þetta hugarfar stafar af því að menn hafa hafnað trúnni á hinn sanna guðdóm Jesú Krists. Þess vegna amast þeir við hinum hreina og sk’lmerkilega vitirsburði um Krist og fi-iðþægingu hans, um guðdómseðli hans, og hið persónulega starf hans að frelsun sáln- anna. Þeir telja þetta úrelta þröngsýniskenn- ingu, miðaldamyrkur o. s. frv. en þeir smjatla á allskonar tízkuglósum uppskafninga og froðusnakka um vantandi víðsýni og víð- feðmi hjá hinum trúuðu. Fyrst fara menn sem mest að ríra giðdómstign Jesú í hugum manna, síðan fara þeir að i'angfæra hið guð- dómlega orð, snúa út úr því, og skera og klippa af því, og verða mjög svo hreyknir og upp með sér af vísindamennsku sinni. En meðan menn eru að handfjatla þessi leik- föng sín, gengur hinn djúpi undirstraumur lífsins sinn vana gang í allri alvöru sinni. Dauðinn gengur sinn gang, alvarlegur, dul- arfullur og ægilegur, dauðinn, sem er laun syndarinnar og magnast með mannkynssynd- inni. ógnir næturinnar lxiðast áfram, drep- sóttin reikar um í dimmunni, sýkin með öll- um sýklunum geisar um hádegið; örfar dauð- ans þjóta hvaðanæfa og allsstaðar eins og drífa, fellibyljir sópa á svipstundu burt btil- um þorpum, hundruð farast, þúsundir reika um heimilislausar; flóðöldur hefjast og ganga, yfir og mclva allt, sem á vegi þeirra verður; jarðskjálftarnir hrista löndin og stórborgir vei'ða að rústum á svipstundu; það logar og funar í iðrum jarðar og eldfjöllin opna gin sín til þess að spýja út ógn og dauða, en ekki vilja menn gefa Guði dýrðina, nje heyra í þessu ra’ st hins almáttuga, nje sjá hend- ingar hans. Syndin er lands og lýða tjón, og þar sem trúin á Guð dofnar þar magnast syndin og spillingin vex, og þar sem vantrúin og hálfvelgjan, ásamt með vanrækslunni á hinu guðlega, situr á hástólnum, þar kemur úrkynjun og allskonar eymd yfir þjóðfjelag- ið. Þetta hefur ávallt verið svo. Eitt af heiðnu skáldum Rómverja til forna, er lifði á öld, er mjög líktist þeirri, er nú stendur yfir, gefur lýsing á því, hve samfara sjeu öfl trú- arleysis og- siðleysis og í kjölfar þeirra sigli úrkynjun og' þjcðfjelagsvoði. Skáldið ávarpar í kvæði landa sína og segir: »Þjer munuð gjalda vantrúar feðranna og lítilsvirðingar þeirra fyrir guðunum, þangað til þjer hafið endurreist hin niðurníddu musteri, þvegið og fágað guðalíkneskin, sem nú standa sótsvört af ryki í vanhirtum súlnagöngum. Þjer verð- ið færir um að drottna, að sama skapi og þjer hlýðið guðunum, því að með þeim byrjar allt og endar allt, og þeir hafa látið refsing- arsvipuna ganga yfir þjóðina vegna þess að hún hefur lítilsvirt vald þeirra. Þessi van- trúaða öld byrjaði á því að losa um hin helg- ustu bönd hjónabands og heimilis og saurg- aði þau með lausung. Frá þessari uppsprettu flæðir út sýking og úrkynjun yfir fósturjörð og þjóð. Nú læra dæturnar ljettúðuga fón- iska dansa og alls konar daður frá bernsku, svo að þær barnungar hugsa ekki um annað en vellyst og ljettúð. Svo halda þær uppkomn- ar sömu stefnu áfram og héimilin uppleysast, eða þá að ósiðlætið fær opinberlega að þróast innan heimilisveggja. Ekki voru það frá þess háttar heimilum, að hinar fornu dáðríku hetþur komu, er lögðu lönd og lýði undir vald Rómaborgar. Nei, það voru sterkir synir stæltra bænda, sem unnu og strituðu á ökr- um um daga og voru svo af ströngum mæðr- um sendir að afla eldiviðar, þegar kvöldio kom með hvíld fyrir akneytin og þreytta limi og breiddi næturfrið yfir iðjusamt heimili. Hvílíka hnignun hefur hinn siðlausi aldar- háttur haft í för með sjer. Kynslóð feðra vorra, verri en kynslóð afanna, ól oss sjer lakari og brátt munum vjer eptirláta oss niðja dáðlausari en vjer erum«. Svo farast

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.