Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Side 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
þeir verða í hendi hars að verkfterum hins
sanna kærleika, hins sanna fiiðar. Þe'r und-
irbúa nú þegar hina knmandi friðaröld. Nú
verða þeir að sýnast lúta í lægra haldi, nú
verða þeir fyrir hinni sömu fyrirlitningu og
hann varð að þola, og verður enn að þola af
liinum fráfallna drembiláta heimi, en þeir
vinna með honum látlaust og sífellt, cg þeir
lcipþa sjer ekki upp við það, að þeir sjeu
lítilsvirtir og smánaðir vegna hans nafns.
Hinir sönnu játendur hans fylgja honum, þeir
vitna um hann bæði leynt og Ijóst, þeii' kalla
menn til apturhvarfs og skammast sín ekki
fyrir fagnaðarerindi hans, sem er kraptur
Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir
á hann. Þeir vitna um guðdóm hans þótt að
þeim sje hlegið; Joeir vitna um starf hans,
því að hann starfar í þeim; þeir vitna um
chrni hans, því að þeir vita að Grð himnanna
hefur lagt allan dóm í hans hönd; fyrir vitn-
isburð þeirra gefur hann líf þeim, senv til
hans koma, gefur þeim vísdóm til að heiðra
soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Þann’g
starfar hann í sinni heilögu kirkju, þar sem
verki hans er gaumur gefinn. Hann vekur
upp lífsöldur í kirkju sinni, sem safna hin-
nm lifandi trúuðu til samstarfs og dáða. Hann
sendir út boðbera sína til hrnna ungu, þeirra
sem hafa framtíðina í fylgd við sig. Þeir
vinna að því að ná éinurn* og einum til þess
að aðhyllast Jesúm Kiist og fylgja honum.
Ilann starfar í þeim að viðreisn friðarins.
Hann safnar þeim rngu í fjelagsheildir sem
eru í bandalagi um l'eim allan. Hann hleypti
af stað K. F. U. M. og K. F. U. K. og eflir
samstarf sitt í þeim, svo að tala hinna sönnu
játenda Jesiá vex, er einn og einn vinnast
fyrir það samstarf. Á hverju ári í nóvember
kemur stór skari af hinu trúaða fjelagsfólki
saman fram fyrir auglit Guðs til þess aðbiðja
samhuga og samtaka um í-ama efni með eitt
í huga og eina sál. I öllum löndum, á öllum
tungumálum er beðið sömu bænanna, og menn
biðja hver fyrir öðrum. Við það vex samein-
ing hinna sönnu lærisveina um heim allan;
þjcðir kynnast þannig og fá friðarhug og
kærleiksþokka til framandi þjóða. Á þessari
bænaviku er nafn Islands nefnt á flestum
tungumálum heimsins og beðið fyrir því, og
málefni guðsríkis meðal æskulýðs Islands. All
ir sannir játendur Krists um allan heim í cll-
um kirkjunnar de ldum starfa þannig meo
Jesú Kristi að hinum endilegu úrslitum í bar-
áttunni við öfl syndar og dauða. Þannig starf-
ar Jesús allt til Jjessa, því að hann gengur
um kring til þess að vekja liina dauðu til lífs.
hina andlega dauðu, svo að þeir komist til
trúarinnar á hann og starfi svo með honum
að frelsun heimsins. En allir þeir, sem trúa
á hann fá nýjan þrótt til þess að lifa rjett og
breyta rjett; þeir fá nýjan þrótt til þess að
yfirvinna sjálfa sig og freistingar sínar cg
þeir taka meiri og meiri framiörum í öllu því,
sem satt er og sómasamlegt, í öllu því, sein
gott er og göfugt. Og það sem albr trúaðir
keppa að er þetta, sem postulinn Páll segir,
að fyllast þekkingunni á vilja hans með alls-
konar speki og andlegum skilningi og styrkt'r
með hverskonar mætti dýrðar Guðs. Til þessa
samfjelags við sig kallar hann og alla, sem
þetta lesa. Hann er sannnr Guð og Drottinn
vor. IJann hefur fórnað sjer fyrir oss og fórn-
ar sjer ennþá. Hann vill ekki dauða synd-
arans, heldur að hver og einn lifi í heilag-
leik og samfjelagi við hinn lifanda Guð, og
svo marga, sem faðirinn himneski fær að
gjöra hæfa til þess að fá hlutdeild í arfleifö
heilagra í ljcsinu, alla þá, sem hann hefur
hrifið frá valdi myrkursins og flutt inn í ííki
síns elskaða sonar, alla þá mun hann og
styrkja og staðfasta gjöra og leiða þá að lok-
um inn í dýrðarríki sitt á himni. En hjer
vill hann að vjer verðum samstarfendur sínir
til þess að undirbvia þann frið á jörð, sem upp
inun renna við endurkomu hans, en honum,
hinum eilífa Guðssyni sje lof og vegsemd og
dýrð um aldir alda. Amen.
-----•> <*> <•—-