Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Qupperneq 8
6
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
Hversve^na að fresta? .
Opt undrast jeg1 það, hversu margir þeir
erú, sem fresta að taka ákvörðunina um að
lifa lífi sínu algjöríega með Guði. Væri það
eitthvað illt eða varhugavert, að verða krist-
inn í anda og sannleika, þá gæti jeg skilið að
menn kveinkuðu sjer við því, en af því að
jeg veit, að það er raunverulega þýðingar-
mesta ákvörðunin, sem vjer getum tekið, þá
undrast jeg þetta. Og allir þeir, sem hafa
hikað og slegið því á frest, en með Guðs hjálp
hafa þó tekið ákvörðunina að lokum, iðrast
eptir að hafa dregið það svo lengi og lifað
mörg dýrmæt ár án lífssamfjelagsins við
Guð.
Sumir álíta að það, að verða ákvcðinn krist-
inn maður, sje sama sem rofið samband við
ættingja og vini, og það er mjög viðkvæmt
atriði. Aðrir einblína á kristnilífið sem sí-
felda sjálfsafneitun og- baráttu, svo að menn
verði svo að segja að segja skilið við heim-
inn, sem við lifum í.
Ef menn líta þannig, að óreyndu og fyrir-
fram, á það að vera kristinn, þá vakna margs-
konar ískyggilegar hugsanir, þar á meðal, ef
til vill, sú hugsun, að þrekið bresti til að geta
staðið stöðugur í trúnni, og þá sje betra að
byrja ekki á því. 1
En til þessa er því að svara, að allt verð-
ur mjög mikið öðruvísi, ef maður aðeins gef-
ur sig Guði. Þá gjörbreytast skoðanir manna
á öllum hlutum og Guð gefur oss krapt til
að lifa hvern daginn eptir því, hvernig hann
reynist.
Það, að eiga meðvitundina um, að syndin
er afmáð og að hún fyrirdæmir oss aldrei
framar; að vjer erum orðin Guðs börn og'
fáum að sjá dýrð Jesú, mun fylla oss stöð-
ugri unclrun og' gleði yfir því, að vjer skyld-
um verða aðnjótandi slíkrar hamingju.
Líf vort á æsku- og manndómsárunum get-
ur með engu móti orðið auðugra og þrótt-
meira en í samfjelagi við Jesú. í>á getur það
ekki verið líf til einskis, svo að vjer við lok
þess kveinum yfir því og óskum að við gæt-
um lifað það upp aptur. En þá þökkum vjer
Guði og lofum hann fyrir hvern liðinn og
komandi dag.
En bylting- þessi í lífi voru veldur sárs-
auka, er vjer aíhendum oss Guði og tökum
á móti náð hans alg'jörlega óverðskuldað, og
verðum að gjöra það öllum kunnugt, að vjer
höfum tekið þessa ákvörðun. En það er
undravert, hversu Guð gjörir oss, einnig
þetta, miklu auðveldara en vjer höfð m búi-'.t
við og óttast áður.
Ert þú einn af þeim, sem »lítið vanlar á«
að sjert orðinn kristinn, og sem Jesús segir
um, að sjeu nálægt Guðs ríki. Lát þú ekH
þar staðar numið, heldur vertu heilhuga krist-
inn og taktu skrefið alveg' inn í Guðs ríki.
Þá mun reynsla þín verða hin sama og allra
annara sannkristinna manna: Það var miklu
meiri hamingja en mjer hafði komið til hug-
ar. —
(K. 0. Kornelius.) S.
---• -ÍCAC- •-
Plástur eða hnífur.
Á miklu stúdentamóti, sem haldið var í
Edinborg á Skotlandi 1933, var prófessor
einum í skurðlækningum falið að bjóða gesti
mótsins velkomna, í nafni háskólans jjar.
1 þeirri ræðu sinni lagði hann sjerstaka
áherslu á, að fyrrum hefðu menn reynt að
lækna mein mannanna með plástrum cg
kvalastöðvandi lyfjum, en nú væri talið óhjn-
kvæmilegt að nota hnífinn til þess að skeru
í burtu meinsemdirnar, svo að Hffærin öll
yrðu heilbrigð.
Það er full ástæða til að athuga, hvoit
þessi orð eiga ekki erindi til allra trúaðra
manna nú á tímum; hvort þau eru ekki eins
og töluð til einstaklinga og fjelaga, sem starfa
að útbreiðslu guðsríkis.
Trúaður maður kemst ekki hjá því aó
spyrja sjálfan sig, öðru hvoru: Hvers vegna
kveikir eldur sá, sem í mjer á að loga, sem