Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Síða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
7
kristnum, trúuðum manni, ekki í þeim, sem
jeg umg’engst? Jeg- ber kristið nafn og fer
ekki í neinar felur með það að jeg sje krist-
inn, en hve margir eru þeir, sem láta sig þao
nokkuð varða? Hve margir eru þeir, sem
stingast í samvizkum sínum og svíður í sinni,
eða finna hjá sjer þrá til að lifa öðru vísi
en þeir gjöra, vegna þess, sem þeir sjá og
heyra til mín?
Petta eru chjákv.t milegar spurningar, cg
Jjeir eru margir, því miður, sem verða að
játa það„ að það er ekki mikið, sem aðski!-
ur þá frá fjöldanum. Það er margt, sem fjöld-
inn leyfir sjer, en álítur samt að trúaðir
menn geti ekki leyft sjer það, en þeir gjöra
það nú samt sem áður. Með því móti er odd-
ui inn sljófgaður. Menn semja við sjálfa sig,
og svo verða þeir ekki salt, eins og þeir eiga
að vera. Skyldum vjer ekki þurfa að taka til
skurðarhnífsins við oss sjálfa? Vjer ættum
að gjöra skilgreininguna meiri og auðsærri,
í stað þess að vera að reyna að má í burtu
það, sem kann að skilja oss frá heiminum.
Vitnisburðui' vor og þátttaka í kristilegu
starfi ávinnur sjer ekkert traust og hlýtur
enga virðingu, ef vjer að öllu leyti hegðum
oss líkt og aðrir. Vjer skulum athuga, hvort
vjer getum algjörlega vísað frá oss hræsni-
ásökununum og háðsorðunum, sem vjer mæt-
um. Þeir, sem slá þeim framan í oss, geta
ef til vill bent á eitt eða annað sjer til stuðn-
ings.
Þá er og boðun orðsins. Enginn hefur neinn
rjett til þess að krefjast þess, að allir boð-
endur orðsins noti sömu aðferð og form. Það
væri mörgum ceðlilegt og þess vegna óhæft.
En það er mikil ástæða til að athuga, hvort
öll boðun er í fullu samrœmi við Guðs orð.
Þeirri spurningu er ekki hægt að vísa frá.
Orðið er hvasst, beittara hverju tvíeggjuðu
sverði, og í því tilliti gjörir hvorki til nje
frá, þó þeir, sem það er boðað, sjeu margvís-
lega gjörðir. Form og fyrirkomulag boðunar-
innar getur verið mjög margbreytilegt, en
broddur og egg orðsins er ávallt eins. Orðið
krefst sinnaskipta og' að lifað sje í samræmi
við það í eptirbreytni Krists Jesú og' fylgt
í fótspor hans, í auðmýkt og sjálfsafneitun.
Sú krafa gildir jafnt fyrir lærða og ólærða,
unga og gamla. Sársaukinn hverfur áreið-
anlega, en ekki fyr en eptir uppskurðinn.
(D. u. v. Sj.)
Árshátíð Skögarmanna.
Skógarmenn K. F. U. M. jijeldu árshát'u
sína laugardagskvcldið 5. janúar. Árshátíðin
er alltaf merkisviðburður í fjelagslífi Skógar-
manna. Það er einnig ekki síður merkisvið-
burður hjá oss hinum, sem höfum þi ánægju
að vera gestir þeirra á hátíðinni. Klukkan
var 8V4 þegar oss er gefið merki um að koma
upp í salinn. Vjer fáum til að byrja með of-
birtu í augun af þeirri ljósadýrð, sem við
oss blasir. Unv hálft annað hundrað kerta-
ljce lýsa upp salinn svo maður þarf ekki að
litast lengi um, til þe-s að koma auga á fimm
langborð með hvítúm dúkum, alsett kökurn
og allskonar gcðgæti. 1 horninu andspænis
inngöngunni blas:r við merki Skcgarmanna
í margfaldri stærð, uppljómað með regnfcog-
ans litum. Vjer vorum um 130, sem settumst
til borðs og mátti þá seg'ja að salurinn væri
vel setinn. Þar voru um hundrað ungir skóg-
armenn, allstór hópur fríðra kvenna, sem
haf.a hjálpað þeim við eldamennskuna í skcg-
inum undanfarin sumur, þar var og stjórn
K. F. U. M., skógræktarstjóri Kofoed-Hansen
og Einar Thorlacius prófastur frá Saurbæ.
Sjera Fr. Friðriksson bauð Skógarmenn og
gesti velkomna og' lýsti ánægju sinni yfir
þeim fríða hóp, sem undir borðum sæti, síðan
var sunginn söngur, að því loknu flutti sjera
Friðrik bæ“n og bað um blessunarríkt kvöld.
Oss var síðan boðið súkkulaði til drykkjar og
rnenn skröfuðu óspart saman meðan neytt var
góðgjörðanna. Þrír ungir Skógarmenn komu
nú fram á sjónarsviðið með hljóðfæri, spiluðu