Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Page 11
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
9
verður á að spyrja: Hvað verður um nýgræð-
inginn, sem nú spáir góðu, ef Jóhs. verður að
fara? Hvað verður um lífið, sem kviknað hef-
ur, ef enginn verður til þess að halda í horf-
inu? Pessar hugsanir kalla fram ábyrgðartil-
finningu hjá ass, ábyrgðartilfinningu læri-
sveinanna. Biðjum fyrir starfinu á Akureyri,
biðjum Guð þess fyrst og fremst, að gefa oss
ríka ábyrgðartilfinningu í starfinu fyrir
Drottinn. Biðjum um að verða þeirrar náðar
aðnjótandi að geta heitið sannir K. F. U. M.-
menn.
-----------
Nokkrar Oxfordbækur.
Oxford-hreyfine>in heldur áfram sigurför
sinni víða um heim, og er því eðlilega mikið
unr hana rætt og ritað. Par sem gera má ráö
fyrir, að margur muni vilja kynnast þess-
ari hreyfingu nánar, þykir rétt að benda á
nokkrar bækur, sem veita góða fræðslu um
hana.
Auðvitað er gott að lesa eitthvað af þeim
bókum, sem forvígismenn hreyfingarinnar
hafa sjálfir skrifað. Þær eru mjög margar,
flestar skrifaðar á ensku, og hafa þeir, sem
geta lesið það mál, úr miklu að velja. En
þeim, sem ekki geta lesið ensku sér til fullra
nota, má benda á það, að allmargar þessara
l)óka eru til í dönskum og norskum þýðing-
um, sem taldar eru góðar. Mætti þar nefna
t. d.: A. J. Russd: Kun for S.vndere og Eet
ved jeg. Harold Ber/bie: Forvandlede Menn-
esker. G. Allen: Han som kommer. V. C.
Kitchen: Jeg var en Iledning.
Það er þó engu síður gott að lesa bækur
sanngjarnra manna um Oxford-hreyfinguna.
Og einnig þar er úr miklu að velja, og það
jafnvel, þótt aðeins sje tekið tillit til þeirra
bóka, sem um hana hafa verið ritaðar á
Nbrðurlandaniálunum.
Fremsta vil jeg þá telja bók hins þekkta
danska prests og æskulýðsleiðtoga Gunnar
Engberg: Oxford-Bevægelsen. Höf. hefir
kynnt sjer hreyfinguna mjög ítarlega, bæði
af bókum og þó einkum í starfi, því að hann
hefur tekið virkan þátt í starfsemi hreyf-
ingarinnar frá því hún barst fyrst til Dan-
merkur, og var hann þá einmitt einn af öt-
ulustu forvígismönnum hennar þar. Bókin er
því skrifuð af kirleika til hreyfingarinnar
og næmum skilningi á eðli hennar, svo að
hinir miklu og mörgu kostir hennar koma
skýrt fram, án þess þó að augunum sje lok-
að fyrir veiku hliðunum. Er því bók'n í senn
bæði fræðandi og vekjandi.
Oxfordbevcgelsen i Norge er einnig mjög
athyglisverð bók. Hvergi í Evrópu hefur
hreyfingin farið jafnglæsilega sigurför cg í
Noregi. Ýmsir þekktustu menn þjóðarinnar
hafa fyrir starf hennar gengið Kristi á bönd,
eins og t. d. Ilambro fyrv. Stórþingsforseti
og fulltrúi Norðmanna í Genéve í Þjóðabanda-
lagsráðinu, Fredrik Ramm, einn þekktasti
ritstjóri Norðmanna, Ronald Fangen, sem
talinn er einn fremsti rithöfundur þar í
landi, og dr. S. Mowinkel, sem var róttækrsti
guðfræðiprófessorinn við háskHann i Oslo.
Þessi fyrnefnda bók hefur að geyma allar
helztu blaðagreinar, sero ritaðar hafa verið
um hreyfinguna í Noregi, sömuleið's viðtal
við forvígismennina, alla þá, sem hjer fcefur
verið getið og ýmsa aðra málsmetandi menn.
Með því að lesa þessa bók er hægt að fá ítar-
lega þekkingu á sigurför hreyfingarinnar í
Noregi — og er það mjcg æskileg þekking.
Fremur stutt og cdýr en ákaflega læsileg
eru tvö smárit eftir hinn glæsilega unga prest
Sv. Norborg: Oxford-Groups (kr. 1.50 norsk-
ar) og »Bör Oxfordbevegelsen overföres t’!
oss«. (kr. 1.50 n.). Hið fyrra er þó nokkuð
einhliða meðmælarit — en skrifað af frá-
bærri snilld.
Ivar Welle hrfur ritað sti tta og' mjög' sann-
gjarna lýsingu á hreyfingunni, sem liann
nefnir »Oxford-Gi-uppene — av Gud eller
mennesker?« Er sú bók sniðin líkt og bók G.
Engberg, sem áður er nefnd, en miklu styttri
(kr. 1.00 n.). Welle er viðurkenndur fyrir rit-
snilld sfna og sagnfræðilegt hlutleysi.
Að lokum má nefna bók eftir hinn þekkta
fræðimann í lútherskum fræðum Sigurd Nor-