Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Síða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Síða 3
Og mjór er vegurinn. Sjest það í breytni vorri, að vjer sjeuni kristnir? Sjest það, að vjer höfum gengið inn um, þröngt hlið? Það er oft, talað um það, að vjer eigum að sýna trú vora í verkunum, vitna með allri framkomu vorri. En það er einnig stunduin dregið í efa, að nokkur geti sjeð það af framferði voru, að vjer sjeum kristnir. Ga;ti það nú ekki verið satt? Eg veit, að css kemur öllum saman um það, að oss ber að vitna með breytninni og að sá vitn- isburður er beztur og áhrifamestur, en hins- vegar ekki auðveldastur. Hann er beztur, af því að honum verður ekki mótmælt.. Það er að vísu hr gt að hreyfa mótmælum gegn einstökum atvikum. Það ma kalla góðverk fals eða hræsni, eða leggja þeim, er það vinnur, til eigingjarnar hvatir. En þegar til lengdar lætur og einlægnin fær að bera sjer vitni í breytninni, þá verður henni ekki neitað um viðurkenningu. En hrein og einlæg verður sú breytni að vera. Hún á að spretta af innri þörf og eðli, hinu guð- lega eðli Guðs, barna, en ekki af löngun til að fá þá viðurkenningu, að vjer sjeum kristn- ir. Hún á að vera jafn áköf og marksækin, jafn einlæg og hrein, jafn heilög og elskurík. hvort sem lvún getur reiknað með nokkurri viðurkenningu eða ekki. Þá verður hún ósjálf- rátt að vitnisburði, sem eigi er unnt að neita. Hann er líka áhrifamestur. Áhrifin af orð- um vorum verða einatt minni, en æskilegt er, af því að það er svo auðvelt að skjóta sjer undan þeim, með því að kalla oss hræsnara. En sjái menn lifandi kristindóm fyrir aug- um sjer ár eftir ár, þá eiga þeir ekki gott meö að skjota sjer undan. Þeir sannfærast og snúa sjer til Guðs, ef þeir eru hreinskilnir. Það er að vísu svo, að áhrifin fara ekki allt- af eftir þvi. hve sannfærandi vitn:s,burður- inn er. Þau velta á vali. En það er ekki vort að ráða vali fyrir aðra. Því ráða þeir sjálfir. En þessi tegund vitnisburðar er ekki auð- veldust. Þaö heldur e. t. v. einhver, sem skort- ir djörfung til að opna munn sinn í viðtali eða á samkomu til vitnisburðar um hjálp- ræðið í Kristi. Nei, það er vissulega a.uðveld- ara, að vitna með orðum en með lífinu, og þessvegna er það stundum dreg'ið í efa, að nokkur geti sjeð það af framferði voru, að vjer sjeuin kristnir. Nemum nú staðar við þetta. Er þetta e. t. v. satt? Er líf vort ekkert frábrugðið lííi heimsins? Lifum vjer alveg eins og heimur- inn? Höfum vjer gleymt, því, sem Guðs orð segir: »IIegðið yður eigi eftir öld þessari«?

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.