Tákn tímanna - 15.10.1918, Side 2

Tákn tímanna - 15.10.1918, Side 2
2 TÁKN TÍMANNA sannfæring um það, sem hann ekki sér«. Heb. 11, 1. Menn eru í efa um alt, i efa um að Guð hafi skapað lieiminn á sex dögum eins og ritningin skýrir frá, í efa um kenningu ritningarinnar yfir- leitt á öðrum sviðum. — Oft hefur fólk sagt við mig: »Heldur þú nú virkilega að það komi dómsdagur og að Jesús komi bráðum aftur? Nei, blessaður; heimurinn stendur nú eins og á dögum forfeðra vorra og mun standa áfram«. Sorglegast finst mér að svona inenn skuli vera með til að uppfylla spádóma ritn- ingarinnar óafvitandi eins og Farisearn- ir forðum, þegar þeir krossfestu Kríst. Um þá sagði Jesús: nÞér villist, þar eð þér hvorki þekkið ritningarnar né mátt Guðs«. Matt. 22, 29. Og postulinn Pét- ur segir að höfðingjarnir framkvæmdu þetta hræðilega verk af vanþekkingu. Pgb. 3, 17. En sami posluli segir í bréfi, sem hann skrifaði nokkru seinna, að »á hinum síðustu dögum muni koma spottarar með spolti, er fram ganga eft- ir eigin girndum og segja: Hvað verð- ur úr fyrirheitinu um kornu hans? Því að frá því er feðurnir sofnuðu stendur alt við sama eins og frá upphafi ver- aldar«. Og eilt af einkennum þessara manna kemur fram í næsta versi hjá postulanum: »Því að«, segir hann, »vilj- andi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs«. 2. Pét. 3, 3—5. — Á þessum síðustu dögum hefur þessi spádómur Péturs postula einmitt verið viðkvæði fjöldans eins og aldrei áður. Sorglegast af öllu þó, óaf- vitandi, að það væri spádómur til um slíkt tal. — Orð Páls eiga hér líka heima er hann segir: »Pvi að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heil- næmu kenningu (orðið), heldur kitlar þá á eyrunum og þeir hópa að sér kennurum eflir eigin fýsnum sínum ; og þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og snúa sér að æfinlýr- um«. 2. Tím. 4, 3. 4. Sannleikurinn, Guðs orð, er lagt lil hliðar, og menn hafa snúið sér að alls konar skröksög- um, en liver verður afleiðingin? Hún hlýtur að vera sú sama og áður, menn- irnir villast. Þeir þekkja ekki tímann. — Nokkur ár eru liðin síðan, — það var sumarið 1913 — að eg hélt fyrir- lestur um ástandið í þjóðfélaginu og meðat annars sagði eg að innan skams mundum við sjá liið óttalegasta stríð, sem heimurinn nokkurn tíma hafði séð. Ein málsmetandi manneskja kemur til mín á eftir og spyr, hvort eg trúi virki- lega að heimurinn eins mentaður eins og hann væri mundi framkvæma slíkt? Já, eg sagðist trúa því, af því Guðs orð sagði mér það. Hún sagði, að tími væri kominn til að kasta slíkum göml- um skruddum frá sér. En stríðið kom og það á þeim tíma sem menn töluðu mest um frið. — Spámaðurinn skrifaði fyrir nærri 25 öldum : »Þeir vitru verða til skammar, skelkaðir og ílæktir; sjá, orði drottins hafa þeir burt snarað, og hverja visku liafa þeir? Og þeir lækna sár míns fólks með hægu móti, segj- andi: friður! friður! og þó er enginn friður«. Jer. 8, 9. 11. Og postulinn Páll segir: »Þegar menn segja : nú er friður og öllu óhætt, þá mun snögg eyðilegg- ing koma yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu; og þeir munu ekki geta umflúið« 1. Tess. 5, 3. — Nú er eg eins sannfærður uin að friðarhreyfing verði mikil í heiminum að stríðinu loknu eins og eg er viss um að eg skrifa þessar línur. Og þjóðirnar segjast berjast til þess að geta stofnsetl frið. En ritning-

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.