Tákn tímanna - 15.10.1918, Page 3

Tákn tímanna - 15.10.1918, Page 3
TÁKN TÍMANNA 3 in segir, að innan skamms tíma munn konungarnir frá Austurlöndum (það er guli flokkurinn) hefja ferð sína vestur á bóginn á móti hinum hvítu, og það stríð verður verra en hið yfirstandandi. Mönn- um er frjálst að trúa þessu eða ekki, en tíminn mun sýna ef til vill einhverj- um af oss, að Guðs orð talar sannleika; betra er því að gefa því gaum í tíma. Hægt er þá að vera hlutlaus, en það geta að eins þeir verið sem algerlega hafa gefið sig Guði á vald, trúað hans orði og breytt samkvæmt því. — Að vísu segja sumir það ekki liægt, en reynið og finnið að Drotlinn er góður, hann læt- ur þig ekki vera i myrkri. Því »ef sá er nokkur sem vill gera lians vilja, hann mun komast að raun um hvort lær- dómurinn er frá Guði eða eg tala af sjálfum mér«. Jóh. 7, 17. Ó. Kjarkur og deigð. »Því eg fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindi Krists, því það er kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum, sem trúir«. Róm. 1, 16. Oft getur maður heyrt fólk segja nú, að hefði það lifað á dögum frelsarans, liefði það fylgt hon- um og verið lærisveinar hans. En mun- utn — fólkið sumt, sem sá liann og verk lians á hans dögum, sagði: »Hefð- um vér lifað á dögum feðra vorra, skyld- um vér ekki hafa verið með þeim að lííláta spámennina. Spámaðurinn segirum liann : »Á honum var engin fegurð, ekkert glæsilegt, að oss gæfi á að líla, ekkert álit- legl, sem oss fyndist til. Hann var fyrir- litinn og af mönnum yfirgefinn, undir- orpinn harmkvælum, auðkendur af sár- um, líkur manni þeim, er menn byrgja fyrir andlit sín, svo fyrirlitinn, að vér mátum liann einskis«. Es. 53, 2. 3. Og Jesús sagði um sjálfan sig : »Mannsins sonur hefur hvergi höfði sinu að halla«. Matt. 8, 20. Kenning hans var öðru vísi en kenn- ing prestanna, já, í mörgum atriðum þvert á móti. Farisear og Sadúsear, sem voru ósamlyndir innbyrðis, gátu tekið höndum saman á móti lionum; og þeir reyndu af fremsta megni að halda fólkinu frá honum með alls konar for- tölum og hótunum. Jesús var fálækur sonur Jóseps Ja- kobssonar trésmiðs frá Nazareth (þ. e. að manna áliti). ímyndum oss — þeg- ar liann kemur fram á sjónarsviðið og segist vera sendur af Guði, já, að vera sonur hins hæsta, en hagar sér nærri i öllu viðvíkjandi siðum presta og skrift- lærðra, (sem þó ættu að fylgja hinum setlu reglum), öðru vísi en þjóðin var vön, reynir að leiðrétta ýmislegt í guðs- þjónustu þeirra í helgidóminum, og — hann ■— ólærði timburmannssonurinn dirfist jafnvel opinberlega að finna að gerðum leiðtoganna, er þá svo undar- legt, að sagt var um hann: »Hann guð- lastar«. Prestarnir liöfðu beðið hann opinber- lega um að gera eitthvert teikn, svo hægt væri að trúa á hann, en hann hafði dregið sig í lilé og lálið það ógert. Vinir, vér skulum vera ærlegir og at- huga vel liver fyrir sig, hvað vér mund- um hafa gert á þeim tíma ; hverju vér liöfðum svarað, er Jesús spurði: »Hvað virðirt yður uin Krist?« Maður sem þá gerði sig sekan í að gefa því gaum, sem Jesús talaði var á- litinn bölvaður. Sjá Jóh. 7, 47—49. Já, rekinn úr samkundunni. Jóh. 9, 34. Maður þurfti að vera kjarkgóður til þess

x

Tákn tímanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.