Tákn tímanna - 15.04.1919, Qupperneq 7
TÁKN TÍMANNA
55
Móði r mín dó, þegar eg fæddisl. Faðir
minn giftisl aftur, en dó fimm árum
síðar, og liefi eg sjálf orðið að sjá í'yrir
mér alt frá þeirri stundu«.
»Og nú ertu bara íimtán ára ?«
»Já, frú«.
»Hvernig fékstu nóga peninga til þess
að geta borgað fyrir heilt ár hér á skól-
anum ?«
»>Ég hefi sjálf innunnið mér það,
hvern einasta eyrir. Þegar eg var orð-
in nógu gömul, fór eg að vinna í verk-
smiðju og fekk þar 6 krónur á viku í
byrjunarlaun, síðar fekk eg 10 krónur;
en á kvöldin og morgnana vann eg fyrir
fæði mínu«.
»Vesalings barn !«
»Segið ekki það, frú, mér þótti mjög
gaman að gera það«.
»En hvernig hefir þú þá getað læit
eins mikið og þú hefur gert?«
»Eg var vön að leggja opna bók á
vefstólinn minn, svoleiðis, að eg af og
til gat gripið eina og eina setningu;
verkstjórinn fann ekkert að því, vegna
þess, að eg var ætíð vön að leysa vinnu
mína vel af hendi. Eg skal segja yður,
að eg hefi sterka löngun til að verða
kenslukona; og eg áleit, að hér væri
besta tækifærið til að menta sig; þess
végna er eg bingað komin«.
»Hvað heíirðu hugsað þér að gera í
suinarfríinu ?«
»Eg verð að fara aflur til verksmiðj-
unnar og vinna inér eitthvað inn, svo
eg geti fengið mér hlýrri föt til vetrar-
ins. Nú sjáið þér, frú, livers vegna eg
liefi ekki haft efni á því að klæðast
betur en eg heíi gert«.
Forstöðukonan komst við. Hún laut
niður að hvíta, magra andlitinu og kysti
]iað með lotningu.
Pegar allar stúlkurnar voru komnar
saman til kvöldlesturs í samkomusaln-
um, sagði forstöðukonan frá sögu Fanny-
ar. Enginn í salnum gal lára bundist.
Þegar hún hafði lokið móli sínu, stóð
Berta Brandt upp og sagði grátandi:
»Ó, frú, við höfum verið voðalega harð-
úðugar og vondar við þessa vesalings
stúlku. Frá því hún fyrst kom hingað
höfum við skopast að henni; og ef við
hefðurn ekki kvalið hana eins og við
gerðum, mundi hún ekki hafa orðið
svona veik. Það var eg, sem kom hin-
um stúlkunum til þess ; og allan þenn-
ati tíina höfum við verið svo kvíðafull-
ar og óttast, að hún rnundir deyja. t*ér
megið reka mig úr skólanum eða hegna
mér á hvaða hátt sem yður þóknast,
því eg á það skilið; og eg vil falla á
hné og biðja hana um fyrirgefningu eins
fljótt og þér viljið leyfa mér að koma
inn til hennar«.
»Það fær mjög á mig að heyra þetta,
barnið mitt. Mér hefði aldrei getað
dottið í hug, að nokkur hér í skólan-
um gæti beitt annan félaga sinn ofbeldi,
þótl hann væri fátækur og miður vel
búinn. En þú hefir játað þetta hrein-
skilnislega, og eg fyrirgef þér eins fús-
lega og eg held að hún muni gera, þeg-
ar hún fær að vita, hve einlæglega þú
hefir iðrast þess«. Jafnóðum og Fanny
var fær um að taka á móti stúlkunum,
komu þær inn til hennar og báðu hana
um fyrirgefningu, og það gerði hún fús-
lega. Hún sagði: »Eg furða mig ekki
á því, að þið gerðuð gys að mér. Eg
veit að eg var illa klædd og er afar-
ófríð. Eg mundi hafa slitið hvert ein-
asta hár af höfði mér fyrir löngu, ef eg
heíði ekki vitað að það rnundi vaxa
aftur eins rautt og það áður var. En
ó, ef eg liefði getað fundið, að eg átti
bara eina vinstúlku á meðal yðar, þá