Tákn tímanna - 15.06.1919, Qupperneq 8

Tákn tímanna - 15.06.1919, Qupperneq 8
72 tAkn TÍMANNA minn viðarvagn til skósmiðsins halta. Pegar Lorentz á leið til næstu sam- komu gekk fram hjá vinnustofunni, leit hann inn og sagði: »Góðan daginn, vinur minn! Eg vildi gjarnan saga þennan við fyrir yður, en eg hefi öðrum skyldum að gegna. En annars er eg viss um að það er nóg til af kristnu fólki hér í nágrenninu sem getur litið til með eins nytsömum borg- ara og þér eruð«. Skósmiðurinn var ekki búinn að ná sér af undrun sinni yfir því að hafa verið kallaður »nytsamur borgari«, þeg- ar tveir, þrír skóladrengir komu til þess að láta gera við skóna sína, en meðan þeir biðu fóru þeir eftir þeirri bend- ingu, sem Lorentz hafði gefið í ræðu sinni, því þeir fóru að fást við viðar- bunkann. Frá þeim tíma var skósmiðnum al- ment sýnd þessháttar smá greiðvikr.i, svo að hann misti algerlega sitt stirða lundarfar, nábúar hans gerðu það að verkum, að hann þurfti ekki á því að halda framar. Allir virðast hjálpa mér, sagði hann, og ef eg er nytsamur horgari, þá mætti eg skammast mín, ef eg sjálfur hjálpaði ekki neinum. Pegar Lorentz kom i bygðarlag vort í næsta skifti, var honum sagt, að skó- smiðurinn væri hættur, bæði að drekka og reykja, og að hann syngi nú sálma í staðinn fyrir ljótar vísur, og læsi í biblíunni fyrir blindan nágranna. Lorentz svaraði: »Litið súrdeig sj'rir alt deigið, og gott dæmi gerir mikið!« Hvað sem að öðru leyti er hægt að segja um sérlyndi Lorentz, þá skyldi hann kenningu Nýjatestamentisins. Hann vissi, að kristinn maður er fyrst það sem hann á að vera, þegar kenn- ing hans sýnir sig i líferni lians. Máttlaus prédikun. Einu sinni sagði erkibiskupinn í Can- terbury við leikarann Garrick: »Segið mér, hvernig þið leikarar farið að því að hrífa áheyrendur ykkar með upp- spuna einum, alveg eins og það væri veruleikinn sjálfur; en við prestar þar á móti, sem tölum um virkilega liluti, verðum að sjá, að margir af áheyrend- um okkar taka á móti því sem við segj- um, eins og það væri tilbúningur ?« »Já, ástæðan er einföld«, svaraði Garr- ick. »Við leikarar tölum um skáldaða hluti eins og þeir væri virkileiki, en alt of margir prédikarar lala um virkilega hluti eins og þeir væri skáldaðir«. Kristileg jafnaðarmenska. Dr. Stubbs, biskup í Truso, segir frá því, að þegar hann var búsettur í Liver- pool, hafi liann einu sinni farið til auð- ugs kaupmanns ineð fjárbeiðnisskrá. »Menn segja, að þér séuð jafnaðar- maður«, sagði kaupmaðurinn. »Hvað á það að þ5'ða?« Biskupinn svaraði, að það væri til pólitisk jafnaðarmenska og krislileg jafn- aðannenska. Hin fyrri sagði: »Fað, sem þitt er, það er mitt«, en hin síðari sagði: »það, sem mitt er, það er þitt«. »Eg hefi liitt talsvert marga af fyrri tegundinni«, svaraði kaupmaðurinn, en engan af hinni síðari. Hér eru 20 pund slerling« (360 kr.). Prentsm. Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.