Tákn tímanna - 15.08.1919, Qupperneq 4

Tákn tímanna - 15.08.1919, Qupperneq 4
84 TÁKN TÍMANNA frá hlýðni við Guð, hefir þegar veikt siðferðisþrekið, og opnað ójöfnuði leiðir inn í líferni mannanna. Lögleysa, ójöfn- uður og spiiling veltur yfir heiminn eins og hækkandi flóðalda. Ójöfnuð urinn og andlega myrkrið, serh átti sér stað á dögum liins rómverska veldis, voru óhjákvæmilegar afleiðingar af því að ritningin vár fótumtroðin. En hver er ástæðan fyrir hinu mikla trú- leysi; óhlýðni við Guðs lög og þar af leiðandi spillingu á vorum dögum, þeg- ar Ijós náðarboðskaparins virðist skina með allri sinni birtu og trúfrelsi? Þar sem óvinurinn getur nú ekki lengur haft heiminn á valdi sínu með því að dylja fyrir honum ritninguna, grípur hann til annara ráða, í því skyni að koma hinu sama til Ieiðar. Það að eyðileggja trúna á ritninguna er honum jafnkært og að eyðileggja ritninguna sjálfa. Með því að koma inn hjá mönnum þeirri trú að lögmál Guðs sé ekki bindandi afvega- leiðir hann eins mikið og leiðir til yfir- troðslu, eins og með því að halda mönn- um í algjörðri fávizku að því er ritn- inguna snertir. E. G W. Guðhrædda ambáttin. Þegar eg fyrir nokkru ferðaðist um héraðið meðfram Missisippi, har það við að eg hitti gamla, fátæka svertingja-konu, sem hafði verið í þrældóm áður en borg- arastríðið í Ameríku hófst. Hin hreina og einfalda guðhræðsla hennar og hisp- urslausa trú gekk mér til hjarta, og eg bað hana segja mér, hvernig hún hefði orðið kristin á jafn erfiðum tímum og á dögum þrælaríkisins. Eg vil hér birta frásögu hennar svo nákvæmlega sem unt er, með hennar eigin orðum, svo einfaldleiki þeirra geti haldið sér sem bezt. Við veslings þrælarnir kunnum ekki að lesa, en það eru lög, sem bönnuðu að kenna okkur það. Við höfðum aldrei séð biblíuna, aldrei heyrt neinn lesa í henni. En Guð gleymdi okkur ekki. Við kunnum ekki að biðja, en eg var vön að ganga út einsömul og krjúpa niður á milli maísstönglanna á gróðrastöðinni og biðja Guð, eins og eg gat bezt, að hjálpa veslings syndara eins og mér. Kæmu nokkrir að mér þarna, þegar eg baðst fyrir, var eg barin; en eg skeytti því ekki, nei, eg hlaut að biðja, hvað mikið sem þeir annars berðu mig. Að nokkrum tima liðnum hófst stríð- ið, og þá var okkur öllum gefið frelsi. Eg byrjaði að leita eftir Guði. Eg kunni ekki enn þá að lesa, en eg kunni að biðja. Einu sinni bað eg alla nóttina, að Guð vildi hjálpa mér; og meðan eg bað, varð mér það augljóst — það var enginn draumur; nei, eg veit hvað draumur er; eg heyrði raust, sem talaði til mín þessum orðum: »Ekki með valdi né krafti, en með þínum anda, segir Drottinn allsherjar«. Þessi orð hljómuðu aftur og aftur fyrir eyrum mínum, hvað- an frá veit eg ekki. Eg hafði aldrei les- ið þau i biblíunni, eg gat ekki lesið eitt einasta orð, og enginn hafði nokkru sinni lesið fyrir mig. Löngu seinna lærði eg að lesa þessi orð í hinni helgu bók. Eg varð öldungis forviða, en þó full- vissaðist eg um, að það var Drottinn, sem hafði talað þau til mín. En eg hafði ekki enn þá fengið frið. Eg fór til margra kirkna að leita Drolt- ins. Eg lieyrði margar prédikanir, en efni þeirra var ekki um það, sem eg þráði. Það virtist, sem eg gæti ekki

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.