Tákn tímanna - 15.08.1919, Side 5
TÁKN TÍMANNA
85
haldið út lengur og yrði að fá hjálp.
Eg hygg, að eg mundi hafa mist vitið,
ef hjálpin hefði ekki verið í nánd. Eg
gat reyndár hlýtt á prédikanir, en eg
óskaði, að einhver vildi koma til mín,
og veita mér fræðslu í sjálfri biblíunni,
kenna mér að lesa og rannsaka hana.
En eina nólt dreymdi mig að eg sá
skólahús nokkurt, og frambjá því rann
fagurt íljót, með hreinu og tæru vatni.
Eg var leidd upp að húsinu, og gekk
inn. Maður einn sat þar inni, og liann
sagði við mig: »Það mun enn þá koma
skóli líkur þessum til bæjarins, þar sem
þú býr. í þeim skóla munu veslings
svertingjarnir verða uppfræddir í Guðs
orði. Biblian mun verða kenslubók, og
þið munuð geta lesið í henni. Sú tíð
mun koma, en þér ber að vera þolin-
móð«.
Tíminn leið, og eg vonaði. Svo var
mér sagt, að nokkrir menn væru komn-
ir til bæjarins, og að þeir liéldu helgan
sjöunda daginn og tryðu, að Drottinn
mundi koma innan skamms. Mér var
sagt, að þessir menn hefðu kvöldskóla
uppi á hólnum. Og þá var mér það ljóst
að þetta var skólinn, sem mig haíði
dreymt um, og eg varð að fara þangað
til að vera viðstödd. Eg fór þangað og
salt að segja var þetta hann. Þar heyrði
eg þann dýrmæta sannleika, og það var
sú trú, sem sálu mina hafði svo lengi
hungrað eftir«.
Þessi frásögn er sönn. Fólk var upp-
frætt í biblíunni í þessum skóla. »Evan-
gelisk Læsebog« var notuð sem einföld
og auðvöld biblíukenslubók til að gera
uppfræðsluna sem skilmerkilegasta fyrir
þelta fólk. P. T. M.
Bók bókanna.
Guðdómlegt samræmi.
Bíblian kunngerir endalokin frá önd-
verðu. Hún er ekki einungis landa-
bréfið, scm vísar hinum ferðlúna pila-
grimi til hinnar eilífu hvíldar, heldur
er hún skýrsla um áform og tilgang
hins eilífa Guðs viðvikjandi þessum
heimi, sem hann hcfir skapað. Biblían
lýsir liinu eilífa áformi Guðs, eins og
það kemur í ljós í lífi og breytni
Krists. Og ef einhver vill gera svo vel
og lcsa hina þrjá fyrstu kapítula i byrj-
un ritningarinnar og hina þrjá sein-
ustu i Opinberunarbókinni, mun hann
verða snortinn af því samræmi, sem
hann þar verður var við. í byrjun
bibliunnar finnum vér nýjan heim: „í
upphafi skajiaði Guð himin og jörð.‘;
Hún endar með því að lýsa hinum end-
urskapaða hinmi: „Eg sá nýjan him-
in og nýja jörð, þvi að hinn fyrri him-
inn og hin fyrri jörð var horfin.“ í
byrjuninni sjáum vér Satan koma inn
í þennan heim til að eyðileggja og af-
vegaleiða, en þcgar vér komum að
endalokum ritningarinnar, sjáum vér,
að Satann verður útrekinn, „svo að
hann leiði ekki framar þjóðirnar af-
vega.“ í upphafi kemur synd, kvöl,
sorg, vein og dauði inn í heiminn, að
lokum mun hvorki liarmur, vein, kvöl
né dauði vera framar til. í öndverðu
var jörðin, vcgna óhlýðni mannsins,
bölvuð með þyrnum og þistlum; en að
lokum „mun engin bölvun framar vera
til, og hásæti Guðs og lambsins mun í
henni vera.“ í upphafi sjáum vér lifs-
ins tré í Paradís, en lil þess að maður-
inn tæki ekki af ávöxtum þess, og lifði
að cilífu í sínu synduga ástandi, var