Tákn tímanna - 01.04.1920, Síða 3

Tákn tímanna - 01.04.1920, Síða 3
TÁKN TÍMANNA 51 um verður lokað innan skamms. Hann veit að Satan leggur ákaft kapp á að steypa mönnum í glötun; já, Guð veit alt þelta, og þess vegna vill hann starfa á sérstakan hátt til að leiða sálir til afturhvarfs. Fyrir sinn anda liefir hann alla tíma kallað sálir til sín og fyrir munn sinna þjóna. En nú kallar hann öðruvísi en fyr. Hann hefir ætíð boðið: vakið og biðjið; en á þessum síðustu dögum gefur hann okkur sérstaka á- minningu. Hann segir: »Og þetta því lieldur, sem vér þekkjum tímann, að oss er mál að rísa upp af svefni, því nú er oss hjálpræðið nær, en þegar vér tókum trú. Leggjum því af verk myrk- ursins og íklæðumst herklæðum ljóssins«. Róm. 13, 11. 12. Tökum eftir þessari uppörfun til að vakna upp af svefni -— »þekking tímans«. Nú talar Drottinn til mannanna með táknum á himnum uppi, táknum á sólu, lungli og stjörnum, er segja með vold- ugri rödd: »Verið nú til taks, ísraels- menn, að mæla yðar Guði«. (Amos 4, 12). Hann lalar með þrumurödd losaðra náttúrukraftanna og segir: Vaknið, vakn- ið! Hann lalar, er fellibyljirnir geysa, sjór og haf þjóta og jörðin skelfur, það boðar komu hans, og segir með öflug- um rómi: Vakna! því dagurinn nálgast! Já, með voldugri raust lætur hann þjóna sina flytja sérstakan boðskap, til að vekja athygli manna á þessum viðburð- um — táknum — og býður fólki al- staðar að snúa sér til hans, rísa upp úr kæruleysismókinu og undirbúa sig fyrir að mæta Guði sínum. t*að er síð- asla tilraun Guðs, að fá fólk vakið af syndasvefni sínum. Hann sendir þessar aðvörunarraddir af þvi að hann elskar mennina og vill lilífa þeim við hæltunni sem ógnar þeim. Hann þekkir að vald og reynsla óvin- arins er mikil; Guð vill frelsa mennina frá ílóði eyðileggingarinnar, sem veltur yfir jörðina. Já, hann vill frslsa alla, sem vilja láta frelsa sig. Þökkum hon- um fyrir allar aðvaranir hans, og göng- um með gleði í ljósi lians, hlýðum rödd huns og vöknum upp frá kæruleysi voru. N. P. N. Miskunarverkið. Einn dag gekk hinn nafnfrægi forseti Washington um hinar afskektu götur í Filadelfíu. þelta var snemma morguns og því að eins fátt af fólki á götunum. Alt i einu ruddist drengur með fölu og hugarangursfullu útliti að honum, feim- inn og hræddur. Já, næslum skjálfandi, og án þess að líta upp, bað hann með lágum róm um hjálp. Washington leil á hann og virti hann fyrir sér með skörpu augnatilliti, en fljólt blíðkaðist hans andlitssvipur; en íramkoma drengs- ins og hin litrandi rödd hafði gefið til kynna að hann væri ekki sem vanaleg- ur bellari, en í orðsins fj'lslu merkingu leið honum illa. Með bliðu og vingjarn- legu ávarpi segir hann því, þú litur ekki út sem vanalegur betlari. Hvað kemur þér til þessa tiliækis í dag? Vertu hreinskilinn og segðu mér allan sann- leikann fyrir þessu. En að eins sann- leikann, því þar undir er hjálp mín komin! Já, það skal eg gera, sagði drengurinn mjög klökkur. Eg er held- ur ekki fæddur undir því ástandi sem þér sjáið mig nú í. Sú ógæfa er henti föður minn, hin ónefndu ógæfa, er móð- ir mín hefur reynt, hefur knúð mig til að gjöra, hvað ég get með hinni mestu

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.