Tákn tímanna - 01.04.1920, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 01.04.1920, Blaðsíða 8
56 TÁIÍN TÍMANNA veðreiðasviðin og spilahúsin með mesta æsingi. Alt þetta framkvæmist meðan náðarinnar stund er að enda komin og sérhvers verk verða útkljáð að eilífu. Satan veit að hann hefur stuttan tima, liann hefir setl alla sína þekkingu í framkvæmd til að eyðileggja og tæla mennina, með töfrum sínum þar til reynslutíminn er á enda og náðardyr- um að eilífu lokað. Drottins aðvörunarorð frá olíufjallinu hljóma með alvöru gegnum límanna raðir til vor. En gætið yðar að hjörtu yðar ofþyngist ekki við óhóf í mat eða drykk eður búksorg, svo að ekki komi þessi dagur yfir yður óvart. Verið því ávalt vakandi og biðjandi, svo að þér verðið álitnir þess verðugir að umflýja þetta, sem fram mun koma og mæta frammi fyrir Mannsins Syni. Lúk. 21, 34. 32. E. G. W. Samfundur Guðs barna. Víða glaums og gleðimót gjálíf heimsins börn sjer halda, skildu’ ei börn Guðs fús og fljót flykkjast hjer og þakkir gjalda, honum, sem vill fyrstur fara fund vorn á með engla skara. Oss umlýkur alla hjer æðstur dýrðarljóminn skæri. Lífið hyggja andans er, alheims-ljósið Jesú kæri. Vel á Guð og gleði saman, glapsýni er heimsins gaman. Góði, ljúfi lausnari líf vort bæn og söngvum skreyttu gef oss andans algjörfi. ungum, gömlum fögnuð veittu. Að þvi dag hvern oss lát hyggja, að þill hús er golt að byggja. P. S. Injddi. Vill þú hafa virðingu annara? f frönsku blaði standa eftirfylgjandi boðorð, sem verl er að veita eftirtekt, ef maður vill komast til virðingar. 1. Verlu varkár að tala á móti fólki, jafnvel þótt þú sért viss um að hafa rétta málstöðu þín megin. 2. Verlu eigi forvitinn, þótt bezli vinur eigi í hlut. 3. Virtu ekki hlutinn minna, þótt þú eigir hann ekki sjálfur. 4. Trúðu ekki öllu illu, sem þér er sagt um aðra. 5. Endurtak ekki baktal, jafnvel þó liægt væri að skemta öðrum með því. 6. Láttu ekki ógert að vera þokka- lega í klæðaburði. 7. Vertu ekki óviðfeldinn og óbilgjarn móti nokkrum manni. 8. Gerðu ekki gys að trúarskoðunum annara. !). Lærðu að brosa. Hlálur er betri en lyf. 10. Lærðu að vera afskiftasamur en aðeins því víðvikjandi, sem þér sjálfum tilheyrir. 11. Vertu nærgælinn í allri hegðun þinni, og lállu lífsreglu þína vera: Alt, sem þér því viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.