Tákn tímanna - 01.08.1921, Page 5

Tákn tímanna - 01.08.1921, Page 5
TÁKN tímanna 85 1(5). Og þannig er það með hinar bæk- ur bibliunnar, því Guð hefir talað fyrir munn sinna heilögu sprimanna frá upp- hafiu. (Pgb. 3, 31). Pannig lesum við um Jeremia: »Þvínæst rélti Droltinn út hönd sína og snart munn minn. Og Drottinn sagði við mig: Sjá, ég legg orð min þér i muiin“ (Jer. 1, 9). Sjö sinn- um er sagt í síðustu bók biblíunnar: »Sá, sem eyru hefir, bann heyri hvaö andinn segir söfnuðinuma (Op. 2, 29). Opinberunarbókin er þannig ekki orð Jóhannesar, heldur andans. Ef menn æfinlega mintust þessa sannleika, mundu þeir ekki meðhöndla orð Guðs eins gá- lauslega. »011 ritning er innblásin af Guði, er og nytsöm til fræðslu, til um- vöndunar, lil leiðréllingar, til mentunar í réttlæti, til þess að guðsmaðurinn sé algjör og hæfur gjör til sjerhvers góðs verks« (2. Tím. 3, 16). Par sem biblían nú er Guðs orð, þá er máttur Guðs og myndugleiki fólginn í orðum hennar. Pað sama máttuga »Verði«, sem framleiddi jörðina af engu, skapaði manninn af dufti jarðarinnar og bauð ljósinu að skína í myrkrinu, talar enn þá til vor í orði Guðs og um- myndar forlierta og fallna syndara að Guðs elskulegum börnum. (Sal. 33, 6, 9; 1. Mós. 1, 1—3; 2. Kor. 4, 6; Malt. 5, 16; 8, 2, 3; Sal. 107, 20; 1. Pét. 1, 23; 1. Pess. 2, 13). Hið sama almáttuga orð viðheldur einnig öllu (Hebr. 1, 3), Pað er kraftur i boðun Guðs orða, sem ekk- eit mannlegt kenningarkerfi felur í sér. Kjörorð siðbólarmannanua var: »Biblian og að eins biblían«. í því var kraftur þeirra fólginn. Peir færðu þjóðunum biblíuna á þeirra eigin tungumálum, og hið guðdómlega orð framkvæmdi verk það, sem harðýðgi Rómakirkjunnar ekki megnaði að afmá. Biblíugagnrýningin. Pegar óvinurinn að lokum sá, að ekki þýddi neitt að brenna biblíuna, þá á- kvað liann að rífa niður trúna á hana. Hinn kaþólski prestur, Richard Simon, sem kallaður er »faðir hinnar hærri kritikar«, ákvarðaði »að sýna fram á að mótmælendur hefðu engan áreiðan- legann grundvöll að standa á í Irúmál- um«. Árið 1678 Iagði hann fram kenningu þá, að Móse hefði ekki skrifað Móse- bækurnar, nema bara lögmálið, heldur hefðu aðrir seinna safnað hinu og bætt hinni sögulegu frásögn við. Pessi kenn- ing lians vakli þó svo feykna mótspyrnu hjá hinum lærðu, að hún var lögð á liilluna, þar til annar rómversk-kaþólsk- ur höfundur, Jean Aslruc, árið 1753, talaði máli hennar og fór enn þá lengra i sínurn meiningarlausu »getgátum«, og uppáslóð hann, að af því að í fyrstu Mósebók væri Guð slundum nefndur Guð, en stundum Drollinn, þá hlyti bókin að vera sluifuð af ýmsum höf- undurn, sem hver og einn noluðu sér- slakt nafn á Guði. Smátt og smáll fóru inenn Iengra í véfengingunum. Fyrst lenti það á Mósebókunum. En þegar það uppgölvaðist, að Sálmarnir viður- kendu Mósebækurnar (Sáhn. 103—107), varð hlutskifti þeirra liið sama, og þeg- ar Jósúabók, Ivonunga- og Kronikubæk- urnar, Nehemías, Daníels og Malakías bækur báru vitni um að Móse hefði sluifað Mósebækurnar, var óhjákvæmi- legt að liafna þessu lika. (Jós. 23); 1. Kon. 23; 2. kron. 35, 6-12; Neh. 8, 1. 8; Dan. 9, 10; Mal. 4, 4). Pegar þeir svo sáu, að sjálfur Jesús viðurkendi innblástur Mósebókanna og vitnaði um að Móse hefði skrifað þær (Jóh. 5, 46, 47), já, trúði á bækur þær, er þeir höfðu

x

Tákn tímanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.