Tákn tímanna - 01.08.1921, Blaðsíða 16

Tákn tímanna - 01.08.1921, Blaðsíða 16
96 TÁKN TÍMANNA bænum mínum, að Guð vildi gefa henni krafta lil að fara þangað aftur, að vinna i víngarði Droltins f)frir þetta fólk. Mætti Guð gefa oss öllum meira af anda auðsveipninnar, svo hægt sé að ljúka við verk hans í skyndi á jörðinni. C. H. Watson, i Review. Eimlestarstjórinn. (Niðurlag). FIMTI KAPITULI. Hálfu ári siðar héldu þau brúðkaup Katie og Knútur og fóru svo til Finnlands. Móðir Knúts hafði lengi grunað, að svona mundi fara; það var henni lika síst á móti skapi, eins og öðrum, hafði henni geðjast svo vel að hraustu, fallegu telp- unni, sem lék sér við drenginn hennar og eftir að Katie ellist höfðu þær oft skrifast á. Það virtist sem það mundi verða þungbært fyrir foreldra Kalie að. sjá af þessu eina barni sínu, en þegar þau litu á ungu hjónin, og sáu hve lukkuleg þau voru — hve glæsileg og þróttmikil þau voru — hugsuðu um, hve saklaus og hreinlijörtuð þau voru, já, þá urðu þau sjálf svo sæl að sökn- uðurinn misti sárasta broddinn. »Farið í Guðs friði 1«, sagði GeuseJ. Eitthvað dálítið lengur ælla ég að kljásl við eimlestina, - en svo tekur karl og kerling sig upp og kemur til ykkar. »Já, þið skuluð vera hjartanlega velkomin«, sagði Knútur. »Dálílið nýtt hús, með rauðu þaki og hvítum gluggum skal vera tilbúið handa ykkur«. »Já! Þá skulum við lifa glöð og ánægð hvert hjá öðru«, bætti Gensel við, þang- fp ■ --=■ - ..... ' -------;. TfUtn Tímanna, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni í mánuði. Kostar kr. 2,75 árgang- urinn. Gjalddagi 15. okt. og fyrirfram. Utg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventisla. Rilstjóri: 0. J. Ulsen. Sími 899. Pósthólf 262. Afgreiðslan í Ingólfsstræti 21 b. að lil við leggjum af stað í siðustu lang- ferðina«. »Og þangað til sá tími kemur, höf- um við nóg að gera að þakka Guði fyrir allar hans velgerðir við okkur«, bælli frú Geusel við með tárin í aug- unum. »Allir Guðs vegir eru miskunn- semi!« Ungu hjónin lineigðu sig. »Iíom- ið sem fyrst til okkar!« sagði Katie í bænarrómi. »Himininn virðist nær manni í Finn- landi en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. í*egar ég var barn hélt ég altaf að hiraininn næði niður að jörð- unni i norðri, kornið bara og sjáið, hvort við getum ekki lfka liaft himna- ríki á jörðunni!« sagði Knútur. Bezta hjálp til að skilja bibliuna er auðmýkt, hleypi- dómalausl hugarfar, innileg ósk eftir að fá að vita, hvað er Guðs vilji, og ein- lægur ásetningur að framkvæma hann. »Droltins aldavinir eru þeir, sem liann óttast, og hans sáttmáli er þeirra upp- fræðing«. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.