Verði ljós - 01.02.1896, Page 3
19
velja hvötum [teirra mauna, sem ekki vilja standa fyrir utan, held-
ur taka þátt í baráttunni. ýms óvirðuleg nöfn. — Pað, sém alla
þessa menn vantar, er kærleikur til málcfnisins, því að kærleik-
urinn cr hvervetna framknýjandi og starfandi, hann frcstar ekki
að byrgja brunninn þangað til barnið cr dottið í hann, hann ieitar
sjer engra afsakana, hann dregur sig aldrei í hljo. Hvern þann,
er ekki vill berjast fyrir sannleikanum, vautar kærleika til sann-
leikans, en þar sein kærleikann til sannleikans vantar, vantar einn-
ig trúna á hann. Trúin á sannleikann vekur kærleika til hans,
kærleikurinn knýr til þess að ganga í lið með honum, berjast með
honum og fyrir hann, gegn lyginni.
„Þjer skuluð og vitna — !“ segir frelsarinn til allra þeirra án
undantekningar, sem í skírninni meðtóku tákn hins heilaga lcross.
Sjerstaklcga segir liann það þó til allra þeirra, er „fengið hafa
smckk á þeirri himnesku gáfu og’ hluttakandi eru orðnir heilags
anda, og hafa smakkað guðs góða orð og krapt komaudi aldar“,
þeir eiga allir að vitna um það, sem þeir hafa „sjeð og heyrt“,
vitna um frelsarann og það náðarinnar kraptaverk, sem hann fram-
kvæmdi í hjörtum þeirra. Og þeir eiga að vitna fyrst og frcmst
vegna frelsarans sjálfs, auglýsa með því elsku sínatilhans og þakk-
látsemi við hann fyrir hina óumræðilegu náð hans við oss synduga
inenn. Þeir eiga ennfremur að vitna vegna bræðra sinna, vitna
fyrir þeim um nýja lífið, sem vakið er af guðs anda í hjörtum
þeirra, um guðs kærleika, sem í Jesú Kristi er orðinn lilutskipti
þeirra og með því hvetja þá, sem enn standa álengdar, til þess að
leita til lífsuppsprcttunnar og finna þar hjörtum sínum hvíld. Loks
eiga þeir að vitna sjálfs sín vegna. Yort andlega líf þolir ekki
friðinn til lengdar, það linast, dofnar og sofnar á tímum friðarins
og getur dáið í svefni. 1 baráttunni herðist það og styrkist og þar
er aldrei hætt við svefni.
„Þjer skuluð og vitna — ! “ segir frelsarinn. Hvar stendur
þú, kristinn maður! hvort stendur þú sem áhorfandi fyrir utan bar-
áttuna eða stendur þú íklæddur guðs alvæpni, skildi trúarinnar,
hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, á raiðjum orustuvellinum og
vitnar um frelsara þinn gegn óvinum hans? Ef til vill kemst sá
bjá illu umtali, háði og fyrirlitningu heimsins, sem aldrei finnur
sig knúðan til að taka sverð í hönd og verja hinn guðdómlcga
sannleika, en til lians ná þá líka oröin, som töluð voru til cngils
safnaðarins í Laódisea: „Jeg þekki káttalag þitt, að þú ert hvorki
kaldur nje heitur; betra væri að þú værir annaðkvort kaldur eða