Verði ljós - 01.02.1896, Page 16
32
og Vestur-íslendingum.--------En ekki er kirkjuþrefið þar vestra orsaka- eða
ástæðulaust fremur en annað, sem við ber í heiminum.
„Þrefið“ svokallaða orsakast auðvitað að miklu leyti af þeirri mjög svo ein-
boittu mótspyrnu, sem þar hefir risið upp gegn kirkju og kristindómi. Mönnum
hefir vcrið nauðugur einn kostur að verja sig, verja sannfæringu BÍna og aunara,
sein halda fast við kristna trú. En svo hefir kirkjan þar víðtækari þýðingu
fyrir menn heldur en t. d. hjer heima. Af því að öll kirkjuleg fyrirtæki þeirra
eru bygð á frjálsum framlögum, verða þau fyrirtæki mönnum næstura því að
segja ótrtilega hjartfólgin. Og eins og þið getið skilið, hefir það ekki litla þýð-
ingu fyrir menn, þótt ekki sje litið á annað eu fjárhagshliðina eina, livort marg-
ir eða fáir fást til að sinna slíkum fyrirtækjum. Og svo stendur langmest af
samkomu og skcmtanalífi kirkjunnar þar í landi beiut í sambandi við kirkjuna,
og það verð jeg að segja, að það hofir verið gróði en ekki tjón. — —
Svo er kirkja Vestur-íslendinga einn öftugasti vörðurinn fyrir þjóðerni þeirra
þar í landi. Það inun ölluin geta skilizt, að það hofir ekki smávægilega þýð-
iugu fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu þar vestra, að prjediltuð sje á íslenzku á
hverjum sunnudegi, ungmonuin sjeu uppfrædd í kristindómnum á íslenzku og að
fólk hænist að öllu því samkvæuiislífi, sem stendur í sarabandi við kirkjuna.
Agnir.
— Lúter gaf konu eiuni svohljóðandi heilræði: Kona góð, breytið ávalt svo
við mauninn yðar, að hjarta liaus fyllist föguuði, i hvert skipti sem hann heim-
komandi kemur auga á mænirinn á húsinu sínu.
— Hin fræga araeríska skáldkona S. M. Fuller segir: Sá, sem syndgar er
maður, sá, sem hryggist af syud sinni or heilagur, sá, sem stærir sig af synd
sinni er djöfull“. — En einu má hjer við bæta: „Sá, sem fyrirgefur syndina
er Guð“.
— Eins og kunnugt er, eru trúbrögð ekki kend í neinum opinberum skólum á
Frakklandi, en af þessu liefir það leitt, að á áruuum 1886—92 hettr þeirn börn-
um, sem þessa skóla sækja, fækkað um 224,000. Hjer um bil ’/s íl'lra frakk-
neskra barna (þ. e. hjer um bil 1,130,000) ganga í prívatskóla, sein rómverska
kirkjan hefir með stórkostlegum tilkostnaði komið sjor upp þar í landi.
— Sjálfsmorð í London fnra sífjölgandi. Það er álitið nð 10 menn ráði sjer
þar bana á hverjum degi. Holmingur sjálfsmorðingjanna er undir 18 ára aldri.
Jafnvel börn á 10—13 ára aldri eru þar á meðal. Orsökin til þoss, að þetta
voðafarg, sjálfsmorðspestin, þannig gripur um sig einnig meðal æskulýðsins, ætla
meuu að sjeu liinar afaródýru og siðspillandi skemtibækur, sem þar úir og grúir af.
Verði Ijós! Mánaðarrit fyrir lcristindóm og hristilegan fróðleih. Kem-
ur út einu sinni í mánuði. Verð 1 lcr. 50 au. í Vesturheimi 60 cent. Borgist
fyrir miðjan júlí. Uppsögu verður að vera komin til útgefauda fyrir 1. októbor.
Útgefendur: Jön Helguson, prestaskólakennari, Sigurður P. Sivertsen og
Bjarni Símoiiiirson, kandídatar í guðfræði.
Reylijavlk. — Fjelagsprentsmiftjan.