Verði ljós - 01.02.1896, Síða 13
hefðu aukizt; hann hcfði jafnvel gjört menn svo örvinglaða, að þeir
hefðu fyrirfarið sjer.
Árið 1804 var Hauge tekinn og scttnr í fangelsi í Kristjaníu.
Nefnd var skipuð til þess að rannsaka mál hans, en málið dregið
svo á langinn, að dómur fjell ekki fyr en árið 1813. Það sannað-
ist hrátt, að enginn fótur var fyrir neinu af því, sem konum hafði
verið borið á brýn. Það eitt varð konum til foráttu fundið cptir
níu ára rannsókn, að hann hefði brotið á móti tilskipuninni frá
17.41, sem bannaði guðrækilegar samkomur, og hcfði í ritum við-
haft ótilhlýðilcg orð um kennimannalýðinn. Fyrir þetta var hann
dæmdur í 2 ára þrælkun! Hauge skaut þogar máli sínu til yfir-
rjottarins, þar var það dæmt 1814: Haugc skyldi greiða 1000
dali í fátækrasjóð og hafa svo fult frelsi.
Mál hans hafði þannig staðið yíir í 10 ár (1804—1814). En
livernig hafði honum liðið þessi 10 ár? Fyrstu tvö árin var hann
mjög hart haldinn. Engum var leyft að heimsækja hann og engar
bækur fjekk liann að lesa. Geta má nærri, hve óbærilegt ófrelsið
og einveran haíi verið öðrum eins manni og Hauge, er til þessa
hafði lifað á sífeldum ferðalögum og aldrci unt sjer hvíldar, og
sífelt haft vini sína kringum sig og þá og aðra menn að tala við.
Nú var hann lokaður inni í fangaklefa, nú sá hann aldrei mann!
En þó var annað þungbærara, að því er Hauge virtist, sem
sje það, að stjórnin hafði verið andstæð starfi hans og kastað hon-
um í dýiiissu. Stjórnin var sett af guði, hún var á móti starfi
hans, — var það þá ekki frá guði og samkvæmt guðs vilja? Þegar
þessar og þvílíkar hugsanir sóttu á hann, voru menn svo illviljað-
ir, að ljá honurn rit skynsemis- og vantrúarmanna að lesa. Hann
vantaði vinnu og greip því öllu feginshcndi, en geta má nærri,
hver áhrif slík rit hafi haft á sálarástand hans.
Eptir tvö ár varð fangelsisvist hans vægari og var vinum hans
nú leyft að keimsækja hann. Nokkru síðar var konum slept úr
fangelsinu um stund og það af merkilegum atvikum. Noregur átti
í ófriði um þær mundir; þurð var komin á ýmsar útlendar nauð-
synjavörur, meðal annars vantaði salt, en án þess gátu menn sízt
verið. Þá kom Norðmönnum til hugar að byrja sjálfir saltsuðu.
En hver átti að stjórna því fyrirtæki? Hauge bauðst til þess, ept-
ir áeggjan vina sinna. Stjórnin tók þegar með gleði tiiboði hans
og gaf hann lausan úr fangelsinu. Á stuttum tíma kom hann upp
saltsuðu á ýmsum stöðum. En þegar alt var vel á veg komið, var
hann aptur settur fastur. Þetta er eitt hið undarlegasta atvik,