Verði ljós - 01.02.1896, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.02.1896, Blaðsíða 10
26 við rangar hugmyndir manna og gamlar, liýðingariausar venjur, hvar -80111 þær urðu á vegi hans. Hvorug þessara nýnefndu skoðana gctur því, Bergþór minn! hjálpað oss til að losna við alt það, sem iCristur segir um sjálfan sig í trúará,ttina, og því nákvæmar scm jeg virði fyrir mjer guð- spjallasöguna, því sannfærðari verð jeg um það, að það sje einmitt hið trúarlega, sem megináherzlan hvílir á í guðspjallasögunni, en elchi siðalærdómurinn, og að það einmitt sje samband siðalærdóms- ins við trúarlærdóminn, scm geíi hinum kristilega siðalærdómi al- gildisþýðingu hans. Guðspjöllin votta ljóslega, að það var ekki siðalærdómurinn, sem hann barðist fyrir, að það var ekki vegna siðalærdómsins að hann var hrjáður og ofsóttur, að það var ekki vegna siðalærdómsins, að hann ljot líf sitt á krossinum. Nei, hann sagðist vera guðs sonur! Hann hcimtaði, að menn viðurkendu sig sem guðs son, fyrir því barðist hann, fyrir það var hann ofsóttur, fyrir það var hann deyddur. Það voru því fyrst og fremst trúar- leg sannindi, sem hann fæddist og kom í heiminn til þess að vitna um. „Svo hefir guð elskað heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir ekki giatist, heldur hafi eiiíft líf“, — þetta var sannleikurinn, sem Kristur átti að vitna um í heiminum. Hann sagðist vera guðs sonur — og það var honum gefið að dauðasök. Þessi dauðasök, i nánasta sambandi við alt stariiíf frelsarans, or svo ómótmælanleg og óyggjandi söguleg staðhöfn, að naumast getur í allri maunkynssögunni nokkurt það atriði, er sje bctur sannað og betur rökum styrkt en þetta. Hið aðaliega í kenningu frelsarans er því hið trúarlega, alt það, sem hann segir um persónu sína, guðdómlegan uppruna sinn, samband sitt við föðurinn o. s. frv., en siðalærdómurinn þar á móti ekki. Og jeg dirfist jafnvel að segja: Yfirburðir hins kristilega siðalærdóms yfir öll önnur siðfræðileg lærdómskerfi, þegar hann cr fráskilinn öllu hinu trúarlega, verða auðtaldir og hið nýja og sjer- kennilega, sem hann flytur fram, næsta fátt. Hinn kristilegi siða- lærdómur fær sína óviöjafnanlegu þýðingu í sambandi við trúar- lærdóminn. Viðurkenning hins kristilega siðalærdóms út af fyrir sig, heimilar því heidur engum nafnið hristinn. Kristinn er sá einn, sem lifir og breytir samkvæmt siðalærdómi Krists, af því að hann trúir því í hjarta sínu og játar með tungu sinni, að Jesús sje Kristur sonur hins lifanda guðs, því að þá licfir hann í trúnni á hann hina einu rjettu hvöt til að breyta siðferðilega, sem or end- urkærleikurinn tii hans, sem eiskaði oss að fyrra bragði.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.