Verði ljós - 01.05.1896, Page 5

Verði ljós - 01.05.1896, Page 5
69 áiitið það ófullkornleika, sem þó rjett álitið var ófullkomleiki. Hvað viðvíkur fyrri mótbárunni, að ósannanlegt sje, að sú inynd af Jesú, sem guðspjallamonnirnir hafa drcgið upp, svari full- komlega til hinnar sögulegu persónu, eða sje jafnvol fóstur ímynd- unarafls höfundanna, - þá or sú mótbára, þegar vel er að gætt, fjarri því að vera eins þýðingarmikil og virzt gæti fljótt álitið. Það er sem sje almont viðurkendur sannleiki, að enginn geti fram- leitt neitt fullkomið nema sá, sem sjálfur er fullkominn. Að sönnu getur maðurinn með ímyndunarafli sínu hugsað sjor eitthvað, sem betra er en hann sjálfur og jafnvel lýst því með orðum, en það er með öllu ómögulegt, að sá, sem sjálfur er ófullkominn og liflr í ófullkomleikans heimi geti framleitt í huga sjer og með orðum lýst lifandi og svo að segja áþroifanlegri mynd hins fullkomna. Hinn almenni syndugloiki, sem hver maður er hluttakandi í, gjörir hver- vetna vart við sig, ófullkomleiki mannsins sjálfs setur á ýinsan hátt fingraför sín á myndina. Á mynd Jésú frá Nazaret, sem guð- spjallamennirnir hafa dregið upp, verður hvcrgi vart við slík flngra- för, en slikt væri óhugsanlegt ef myndin væri ekkert annað en fóstur mannlegs ímyndunarafls. Sá, sem væri fær um að búa til upp úr sjer aðra cins manulýsingu og þá, sem guðspjöliin geyma af Jesú, hann hlyti sjálfur.að vera í siðferðilegu tilliti hátt upp hafinn yfir alla synduga menn, hann hlyti, — svo að jog viðhafi orð frakkneska rithöfundarins, sem jeg tilfærði í 2. pistli mínum, — „að vera undrunarlegri en sjálf hctjan í sögu hans“. Dýrðardjásn syndleysisins fjelli þá á höfuð sjálfs hans, cn ekki á höfuð Jesú. - En, Bergþór minn góður! hvar eru snillingar heimsins? hvar cru stórskáldin? — hvar eru listamennirnir? — hvar eru hinar miklu andans hetjur, sem hoimurinn hefir nú um margar aldir verið að hefja til skýjanna og það opt að maklegleikum? — hví lieiir cnginn þeirra getað frainleitt neitt, er komizt geti í samjöfnuð við lýsing- una á Jesú frá Nazaret, sem hinir ómentuðu alþýðumenn frá Ga- lílou hafa geflð oss í guðspjöllum sínum, ef mögulegt væri að búa slíkt til upp úr sjer? Líttu á allar þær myndir, sem keimsins stærstu skáld og listamenn hafa dregið upp og heimurinn dáðst að alt til þessa dags, — berðu þær svo sarnan við þá mynd af Jesú, sem verður fyrir oss í guðspjöllunum, og segðu mjer svo hvað af þeim verður; blikna þær ekki allar og hvcrfa við hliðina á þessari einu mynd af Jesú, eins og stjörnur himinsins blikna og hverfa, þegar sólin kemur upp í allri sinni dýrð? Haíi ómentaðir almúga- mcnn gotað tilbúið æfisögu Jesú og dregið upp mynd af honurn

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.