Verði ljós - 01.05.1896, Side 12

Verði ljós - 01.05.1896, Side 12
76 hcndi einhverja þá köllun, er gæti gefið lífi hennar innihald, og trúði því fastlega, að guð hefði ákveðið sjer cinhvorja slíka köllun. Blska hennar til barna bent-i henniáþessa köllun. Hún hafði sjer til dægrastyttingar tekið til fræðslu ungbarn eitt, er átti heima i sama húsi sem hún, og uppgötvaði þá hjá sjcr hæfileika til að segja börnum til, sem hana hafði aldrei fyr dreymt um, að hún hefði til að bera; hún jók því brátt tölu barnanna, svo úr því varð dá- lítill skóli fyrir mcntaðra manna börn, sem hún veitti kauplausa tilsögn, því tilgangur hennar var ekki sá, að hafa ofan af fyrir sjer með þessu, heldur fremur sá, að stytta sjálfri sjer stund- ir með því og læra á því „að verða til einhvers gagns í lífinu“. En þessi starfsemi nægði hcnni ckki, heldur bauð hún sig líka frain fyrir aðstoðarkennara við skóla handa fátækum börnum, sem vantaði kennara, af því að launin voru svo lítil, sem boðin voru. Iíún hafði alizt upp í skynscmistrúnni, sem drotnaði svo víða um næstliðin aldamót, en um sama leyti som hún byrjaði hið sjálfstæða starf sitt, sá hún olskaðan bróður sinn deyja sáluhjálplegum dauða og opnuðust við það augu hcnnar fyrir hinu eina nauðsynlega, friðinum við guð fyrir Jesúm Krist. Upp frá því sagði hún sífclt: „Hvernig sem uppeldið er að öðru leyti, ef það miðar eigi sjor í lagi til þess að gjöra kristnu trúna að hinu insta lífi barnshjart- ans, er það ómynd og einkis nýtt“. Nú vcitti hún upp frá þessu trúarbragðarkensluna í skóla sínum mcð miklu meira lífi og gleði cn áður, og samtíðis vaknaði líka aptur með nýju lífi önnur fyrir- ætlun, sem hún hafði áður cinsctt sjer að framkvæma. Snemma á æskuárum sínum hafði liún opt hugsað um það, hvort það væri oigi skylda cvangelisku kirkjunnar að koma á stofn hjá sjer einhvorju, sem líktist líknarsystra-regluin páfakirkjunnar. Þessi hugsun vaknaði nú í sálu hennar með nýju lífi og krapti, cn munurinn var sá, að áður hafði það verið starfsemdarþrá ein- göngu, sem vakti hjá henni slíkar hugsanir, on nú var það guð- dómleg kærleikshvöt, sprottin af barnslegri og fölskvalausri trú á guðs föðurnáð í Kristó Jesú. Hún bar nú þessa líknarsystra-hug- mynd sína undir ýmsa málsmetandi menn, eins og Goszner1, Wich- ern2, og Ncander8, menn sem hrifnir voru af sömu trú og kær- ’) Goszner (f 1858) stofnaði nafnkondan kristniboðsskóla í Berlín, som fjöldi kristniboða hafa verið fttsendir frá. — 2) Wichern (f. 1808, f 1881) hefir manna mest eflt hið inra kristnihoð á þessari öld og stofnaði 1833 hina stór- frægu uppeldisstofnun fyrir vaurækt börn, „Das rauhe Haus", nálægt Hamborg. — 3) Neander (f 1850) or nafnkendur fýzkur kirkjusöguhöfundur; var upphaflega Gyðingur, en tók kristna trft.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.