Verði ljós - 01.05.1896, Page 15
79
hinna fátæku og varð optlega að setjast niður til að hvíla sig, á
steintröppunum fyrir framan liúsin. Pá er liún loks varð að leggj-
ast í rúmið, uppskar hún ávöxt þess, sem hún hafði niður sáð.
Bin af hinum fátæku konum, sem hún hafði hjálpað, hjúkraði
henni, og börnin úr skóla kennar og vinkonur kennar færðu henni
svo mikið af blómum til þess að skreyta herbergið, þar sem hún
lá, að þar inni var eins og sífeldur vorsvipur. En þrátt. fyrir alla
þá elsku og umönnun, sem henni var sýnd, tók hún mildð iit í
banalegunni. Hinn 1. apríl 1859 gaf hún upp andann og voru
þetta síðustu orð kennar: „Æ, drottinn minn, jeg get ekki
lengur!“
Öll Hamborg þekti „systir Möllu“ -— svo var Amalía jafnað
kölluð — og allur bærinn harmaði andlát hennar. Bn sárust
varð sorgin á sjúkrabeðunum.í hreysum fátæklinganna, því það sem
fyrst og síðast einkendi Amalíu Sievekiug var þotta: húnvar vinur
fátæklinganna og allra þeirra, er bágt áttu.
liaunalegt teilm tíiiianna.
Þegar jeg síðastliðið liaust mintist á hina nýju „húslestrabók“ sjera Páls
heit. Sigurðssoiiar, í ritdðmi mínum um Aldamót V., gekk jeg að því vísu, að
ummæli mín mundu sæta andmælum ýmsra manna lijer á landi, en við pví hjóst
jeg ekki, að slík andmæli mundu koma frá þjónum vorrar evangeliak-lútersku
kirkju, frá sjálfum prestunum, því það voru orð i alvöru töluð og af fullri eann-
færingu, er jeg í áðurnefndum ritdómi leyfði mjer að fullyrða, „að allur megin-
þorri ielenzkra presta mundi vera allt annarar skoðunar, að þvi er ræðurnar
snertir, en skáldin góðu, sem í fyrra vetur báru þær til skýja á lofsorðavængj-
um“. Jeg efaðist ekki um það, að „allur megiuþorri“ vorra evaugelisk-lútersku
presta væru „cvangelisk-lútorskir“ meira en að nafninu til og mundu því ekki
geta felt sig við hiua únítarisku kristindómsskoðun, sem einkennir hverja blað-
síðu þessarar húslestrabókar, sem jeg að því leyti til leyf'ði mjer að nefua
sorglegt teikn á himni vorra kirkjulegu hókmenta. Þessari bjartsýnilegu skoðuu
minni vill nú einn af vorum „evaugolisk-lútersku11 prestum svipta mig. Sóknar-
presturinn á Siglufirði, sjera Bjarni Þorsteiusson, hefir hneykslazt á þessum um-
mælum mínum og fundið sig knúðan til að koma fram með andmæli gegu þeim.
í „Kirkjublaðinu" hefir sjera Bjarni lýst yfir þvi, að mjer skjátlizt mikillega í
þessum skoðunum mínum, þvi að það sjeu fleiri prestar þar nyrðra — og svo
muni viðar vera — sem kuuni að meta ræðurnar, jafnframt því sem hann „mót-
mælir þvi'fastlega“, að húslestrabókiu eigi þá áfellisdóma skilið, sein hún hefir
hlotið hjá sjera Fr. J. Bergmann og mjer. Hvað viðvíkur skoðunum míuum um
afstöðu íslenzkra presta yfirleitt af húslestrabókinni, þá skal jeg fÚBlega
játa, að mjor hafi getað skjátlazt, þvi auðvitað þekki jeg persónulega tiltölulogu
lítinn hluta hiunar islenzku prestastjettar, og hefi ekki átt tal við uema enn þá
minni hluta hennar uiu þessa bók, en þeir oru þó svo uiargir, sein jeg heli heyrt
leggja dóm á hana, að jeg áleit mjer hciinilt að byggja á því skoðanir minar
um álit prestastjettar vorrar almeut á bókinni. En nú hefi jeg ekki heyrt einn