Verði ljós - 01.09.1896, Qupperneq 13
141
þannig húsbónda sinn og velgjörðamann mikillega í starii hans að
útbrciðslu guðs dýrðlega ríkis meðal sóknarmannanna.
Sem geta má nærri, hlaut annar oins maður og Óberlín að
mæta mótþróa á lífsleið sinni og andstreymi. Maður, sem cins og
hann hafði sett sjer fyrir mark og mið, að umskapa sveit þá, þar sem
drottinn hafði takmarkað honum verksvið, hlaut opt og einatt að
koma við kaun manna Hann fjekk fyllilega að reyna það, að
það er sjaldan þakklátt verk, að brjóta niður gamlar og rótgrónar
venjur eða átelja gamla ósiði, sem eru eins og orðnir samvaxuir
mönnunum. Lengi framan af höfðu ýmsir meðal Steindæla verið
honum býsna óþjálir, haft hótanir í frammi viðhann, ogeinu sinni
höfðu jafnvcl nokkrir þeirra ákveðið að gjöra honum fyrirsát, til
þess að lemja á honum. Auðvitað voru það einkum ýmsir brota-
limir meðal Steindæla, sem höfðu horn í síðu hans. En með kristi-
legum viturleik og lipurð tókst honum á nokkrum árum að bæla
niður allan mótþróa og afla sjer vináttu og virðingar allra Stein-
dæla svo að segja. undantekningarlaust. En þá komu stormar að
utan, sem hefðu getað ónýtt allar framkvæmdir hans í Steindaln-
um, ef Óberlín hefði ekki verið sá maður sem hann var. Það var
frakkneska stj ó rnarbyltingin.
Framan af var Óborlín hlyntur þessari hreyfingu, því hann
var af eðlisfari mjög frjálslyndur maður. sem áleit, að þjóðirnar
sjálfar ættu jafnan að ráða sem mestu um sinn eigiu hag; en þeg-
ar byltingarandinn fór út yflr takmörk liins rjetta, gat Óbérlín
ekki annað en orðið hreyflngunni móthverfur í hjarta sínu. Þó
vildi Óberlín reynast „valdstjórninni hlýðinn“, og jafnvel þá er
lýðstjórnin árið 1794 bauð að loka öllum kirkjum og bannaði alt
kristilegt guðsþjónustuhald í ríldnu, hlýðnaðist Óberlín þeirri skipun,
sem auðvitað snart hann í fyrstu seni reiðarslag, en haun þóttist sjá það
fyrir, að hann með mótþróa gjörði aðeins ilt verra. Aðeins í einu
atriði gat hann ekki hlýtt skipunum lýðstjórnarinnar. Hann framdi
skírn ungbarna í leyni, þótt hún væri harðbönnuð; en hjer áleit
Óberlín, að „fremur bæri að hlýða guði en mönnum“. En þótt
hann þannig að ýmsu leyti hlýðnaðist skipun lýðstjórnarinnar,
höfðu mcnn á honum illan gruu, og þar kom að lokum, að hann
var tekinn fastur í júlí 1794 og farin með hanu til Sijettustaða
(Schlettstadt) í böndum. Bæjarstjórinn þar yfirheyrði liann í krók
og kring, en þegar hanu heimtaði af honum, að hann afneitaði
hinni kristnu trú, ncitaði Óberlín, eins og annar Polýkarpus, að
hlýðuast slíkri skipun og mótmælti henni með svo mikilli einurð