Verði ljós - 01.05.1897, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.05.1897, Blaðsíða 4
68 utti krapti cr um megn að vinna bug á, þá klýtur oinnig hjartna- íamfjelagið við lifanda guð að vera handsamanlegur véruleiki, ef vjer annars eigum að geta lifað. Hjer getur maðurinn ekki látið sjer nægja einhvern guð á bak við skýin, ekki heldur cinhvern guð í náttúrunni, ekki heldur einhvern guð, er stjórnar rás heims- ins. Gakk þú út með sundurkrömdu hjarta og virð fyrir þjor stjörnur himinsins, eða skoðaðu „akursins liljugrös“, eða söktu þjer niður í lestur árbóka veraldarsögunnar; — á öðrum tíinum hefði alt þetta éf til vill getað lypt sálu þinni og anda og fylt lijarta þitt unaði, en sjo hjarta þitt sundurinarið af sorg eða sundurslitið af iðrun og blygðun, eða heyir þú þitt hinsta stríð, þá munu stjörn- urnar einblína ískaldar á eymd þína, akursins liljugrös missa blóma sinn og fegurð og vogir heimssögunnar ekki snerta þig, hve und- ursamlega sem þeim hefir verið stjórnað. í engu af þessu bærist neitt föðurhjarta, — að minsta kosti ekki svo að þú, beygð- ur af sorg og sekt, þú. hið dcyjanda mannsbarn, verðir þess á- skynja. Þessi guð, sem þú verður var við þarna í náttúrunni eða heimssögunni, hann er guð í fjarlægð. En þú verður að hafa hann nær þjor, svo nærri þjer, að þú finnir hann lifandi anda á sálu þínu. Þessi guð þarna í náttúrunni og sögunni er ennfremur ó- þektur guð, sem þú veizt ekkcrt um og getur ekkert um vitað. Er hann til eða er hann það ekki ? og ef hann er til, er hann þá blint forlagavald eða ástríkur faðir? Ef hann er ástríkur faðir, er hann það þá gagnvart þjer, sem hann hefir svipt öllu lífsláni, eða gagnvart þjer, sem hefir móðgað hann með syndum þínum? Eng- inn getur svarað upp á þessar spurningar; stjörnurnar, blómin, sag- an — ekkort af þessu getur greitt úr þeim, ekkert af þessu get- ur veitt þjer fullnægjandi, ljóst og óyggjandi svar, og þó er það þetta, sem þú mest af öllu þarfnast, til þess að geta lifað. Nei, þessi almættisvera þarna uppi í hæðunum verður að koma fram úr skýjunum, fram í dagsljósið. Sje hann upphaf lífs vors og hafi hann gróðursett í brjóstum vorum þennan undursamlega grip, sem vjer nefnum hjarta, með þess djúpu þrá og næmu tilfinningu, þá verður hann að rjúfa fortjaldið, sem aðskilur oss, svo að vjer get- um fundið hans ástríka föðurhjarta bærast. Guð verður að gjörast maður, annars deyjum vjer. Holdtekjan - það að guð gjörist maður—er lífskrafa manns- hjartans, sem ósjálfrátt tekur að gjöra vart við sig, þegar maður- inn hefir náð ákveðnu þroskastigi — „í fyllingu tímans“, eins og ritningin að orði kemst. Þessi lífskrafa kemur því og að ýmsu

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.