Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 6

Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 6
70 dregur hið Hkamlega sjálfsmorð á éptir sjer. — En þrátt fyrir alt þetta mundum vjer hika oss við að staðhæfa, að holdtekjan sje veruleiki af því 'að hún sje lífskrafa mannshjartans, vjer mund- um hika oss við að staðhæfa slíkt, ef hann stæði ekki þarna í miðri heimssögunni, hann, sem með persónu sinni og lífi, orði sínu og gjörðum, pínu sinni og dauða, upprisu sinni og himnaför, skín á móti oss með þeim guðdómsljóma, er um nærfelt nítján aldir hefir huggað og endurhrest, viðrjett og lífgað miljónir sundur- kraminna og sárþyrstra mannshjartna, haldið uppi hugsjón manns- ins, já, sífelt lypt henni, hafið hana til bjartari hæða. Enginn nú- tíðarinnar „naturalismus“ hefir til þessa megnað að útlista hann fyrir oss. Hann er og verður þessum vísindum hin mikla, óþekta persóna, — sögunnar óleysanlega gáta, En þegar lífsþrá vor hefir komið auga á guðdómsdjásnið um enni hans og hið insta og dýpsta í oss hefir orðið gagntekið af skoðun dýrðar hans, þá verður líka þetta vor söngur og sálmur: „Orðið varð hold og bjó með oss, og vjer sáum þess dýrð, dýrð sem hins eingetna föðursins, fulla náðar og sannleika!“ Hjer gæti einhver ef til vill komið fram ineð svofelda mót- báru: „Þótt guð fyrir 19 öldum hafi gjörzt maður og lifað mann- legu lífi hjer á jörðunni, þá kann það að hafa verið gott og blessað fyrir þá menn, sem þá lifðu, en oss, sem nú lifum, gagnar það næsta lítið. Hann er og verður oss jafn fjarlægur eptir sem áður“. - Satt er það — hefði Jesús verið eins og nokkurs konar víga- hnöttur, sem einu sinni birtist á festingu mannkynsins og hvarf síðan með öllu, þá hefði hann aldrei orðið oss annað en söguleg ráðgáta, hann hefði þá aldrei getað fullnægt lífsþrá vorri. En hann er ekki horfinn. Hann lifir og starfar enn á meðal vor í orði sínu og sakramentum. E>ar birtist hann enn í dag anda vor- um sem hinn eingetni sonurinn, som guð í holdinu; þar sannfær- umst vjer enn um hinn friðþægjandi, fyrirgefandi og endurreisandi kærleika hins himneska föðurhjarta til vor aumra og brotlegra barna hans. Pað er þessi á reynsiu bygða sannfæring, sem öld eptir öld hefir sameiuað söfnuð kristinna manna og gefið söfnuð- inum krapt til þess að standast alla storma, er gegn honum hafa risið, bæði þá, sem að utan hafa komið frá binum heiðna heimi og að innan frá söfnuðinum sjálfum. E>að er þessi reynsla, scm gegn- um aldirnar hefir veitt miljónum manna þá gleði, er lofar guð mitt í þrengingunum, þann krapt, er hcfir veitt þeim þrek til að vinna bug á sínu spilta eðli, þrek til að afneita sjálfum sjer í kær-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.