Verði ljós - 01.05.1897, Síða 9

Verði ljós - 01.05.1897, Síða 9
73 og skáldin. Að ísl. skáldskap íionur höf. það, að hann sje svo laus við líflð, skorti afl til að knýja hug þjóðarinnar áfram; það vanti söguhetjur í skáldskapinn, en söguhetjurnar sýni hugsjónirn- ar bezt. — Fimti kaflinn er um hugsjónirnar og kristindóminn. Jesús Krist.ur er hin dýrðlegasta hugsjón mannsandans, í honum eru all- ar hinar göfugustu hugsjónir mannanna sameinaðar í eina guð- dómlega persónu. „Að eiga hugsjónir kristindómsins í hjarta sínu og hafa fyrir framan sig þá útsýn, sem hún gefur inn í eilífðina, — það er eina lífið. Að eiga enga hugsjón — ekkert að lifa fyr- ir, það er dauðinn“. Þessi orð hefi jeg ekki getað stilt mig um að tilgreina orðrjett. — Sjötti kaflinn er um hugsjónirnar og kirkj- una; í henni sýnir höf., hvernig það sje hlutverk kirkjunnar að hera fram hugsjónir kristindómsins. Jeg tilgreini hjer aptur nokk- ur orð úr ritgjörðinni: „Ef kirkjunni tekst að koma náðarboð- skapnum og kærleika Jesú Krists inn í hjörtun, — ef henni tekst að láta trúna verða hið berandi afl í lífi mannanna, heflr hún hrundið þeim öflum út í mannlífið, er sjálfkrafa kenna mönnum að rækja köllun sína og elska hugsjónirnar, hvort heldur í þing- salnum eða á torginu“. — E»ar á móti telur höf. ckki nauðsynlegt að fylla þingsalina með prestum. — Sjöundi kaflinn er um hug- sjónirnar og prestinn. Umtalsefnið er hjer prestsstaðan, presta- skólinn, presturinn sem fyrirmynd, presturinn sem borgari, prest- urinn í prjedikunarstólnuin. Þessi kaflinn er ef tii vill hinn feg- ursti í fyrirlestrinum, og jeg vil biðja alla lesendur Yerði ljósl’s að lesa hann sjálfir. Þjor sjáið þar, hvernig presturinn yðar ætti að vcra, „presturinn optir hjarta Jesú Krists“. Jeg fyrir mitt leyti hlýt að telja þennan kafla fyrirlcstrarins afarmerkilegan og vildi af hjarta óska þess, að allir íslenzkir prestar og prestaefni vildu kynna sjer hann. Mjcr er óhætt að segja, að þetta sje hin fegursta og bezta „pastoral teologia“ (kennimannleg guðfræði) — þótt stutt sje og að eins lítill þáttur — ocm ituð heflr verið á íslenzku; einhver hin ágætasta liugvekja, scm ísl. prestar hafa átt kost á að lesa. — Jog slcal geta þess, að höf. heldur því fram, að það sje mjög mikill misskilningur, að ríkiskirkju- fyrirkomulagið sje aðal-þröskuldurinn fyrir vexti og viðgangi and- lcgs lífs mcðal hinnar íslenzku þjóðar; hvort íslonzka kirkjan sje fríkirkja eða þjóðkirkja — á það lcggur höf. litla áherzlu, alt sje þar á móti undir því komið, að kirkjan og prestastjettin standi við hugsjón kristindómsins. Á niðurlagsorðunum, scm mynda siðasta — áttunda kafla fyr-

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.