Verði ljós - 01.05.1897, Side 10

Verði ljós - 01.05.1897, Side 10
74 irlestrarins, sjest það ekki minst, hvílík alvara og hvílíkur kær- ieikur hofir svo að segja knúð höf. til þess að tala. Jeg bið alla þá, sein ef til vill þykir höf. harðorður í garð ísl. kirkjunnar og ísl. prestanna að hafa þetta hugfast. Eldur kristindómsins brenn- ur í hjarta hans, eldur kærleikans, þess vegna þolir hann það ekki að prestarnir standi illa í stöðu sinni, því að það sje sama og að svíkja Krist; — eldur kærleikans, ættjarðarástin, kærleikurinn til þeirrar þjóðar, sem hefir alið hann, þess vegna þolir hann hvorki að hún stöðugt haldi áfram að búa við bág kjör, nje heldur að hún falli frá kristinni trú og leiðist inn í vantrúarinnar og jafn- framt örvæntingarinnar myrkur. E>essi fyrirlestur í heild sinni er óefað eitthvað hið bezta og áhrifamesta. sem birzt hefir í Aldamótum frá því að þau fyrst fóru að koma út. Og áður en jeg lýk tali mínu uin þennan hugsjóna- fyrirlestur, get jeg ekki annað en framsett þá djúpu ósk hjarta míns: að vjer ættum marga aðra eins presta heima á ís- landi og yfirhöfuð marga menn, sem elskuðu land vort, þjóð vora og kirkju vora eins heitt og innilega og höfundurinn að þessum „huffsjónum11. Þriðji fyrirlesturinn í þessum árg. „Aldamóta11, með yfirskript- inni: Hvers vegna eru svo margir vantrúaðir? er eptir sjera N. Steingrím Þorláksson. Höf. álítur, að orsakir vantrúarinnar meðal hinnar ísl. þjóðar, sjeu aðallega þessar: 1) í hinni íslenzku kirkju hafa verið og cru enn prestar, sem hneykslunum hafa vald- ið bæði frá prjedikunarstólnum og utan kirkju og yfirleitt gofur andlegi lúðurinn i ísi. kirkjunni svo óskírt hljóð frá sjer hjá þeim, sem blása eiga í hann. — 2) Barnauppeldið og kristindómskcnslan eins og hvorttveggja er tíðast nú. — 3) Sem inri ástæðu tilfærir höf.: óhreinskilni mannsins við sjálfan sig. Af þcirri óhreinskilni leiðir, að siðferðislífið grynnist og siðferðistilfinningin sljóvgast; en vantrúin verður eðlileg afloiðing þess að lifa siðferðilega taum- lausu lífl. í enda fyrirlestrar þessa fer höf. allhörðum og alvar- legum orðum um vantrú íslenzku Hafnarstúdentanna. Sjera Stein- grímur er harðorðari í garð hinnar íslenzku prestastjettar en þeir sjera Jón og sjcra Friðrik, en ekki þori jeg að kalla orð hans „öfgar“. Finnist hinum islenzku prestum það, þávona jeg, að þeir mótmæli honum; þeir eru kunnugri hinu kirkjulega lífi á íslandi en jeg. Að minsta kosti ætti hin ísl. prestastjctt ekki að láta slík alvöru orð fara fram hjá sjer, án þéss að hugleiða þau vand- iega. En hvað íslenzku Hafnar-stúdentunum viðvíkur, get jeg ekki

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.