Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 13

Verði ljós - 01.05.1897, Qupperneq 13
77 föður sínum í mylnunni og gjörði bann það þangað til faðir hans dó. Stóð hann þá nokkurn tíma fyrir búi móður sinnar, en þogar hún varð að brcgða búi og selja mylnuna, varð hann að gjörast vinnumaður hjávandalausum. Nú vaknaði lestrarlöugunin hjá hon- um aptur á ný og 19 ára gamall ákvarðaði hann sig til að ieita inntöku í lærða skólann í Meldorf. Þar las liann af svo miklu kappi, að hann gat lokið stúdentspróíi að tveim árum liðnum og fór síðan til háskólans í Kiel til að stunda guðfræði. Þar var skynsemskan ráðandi, heimspekin drotning. Heillaði hún huga Harms og leiddi hann inn í hinn dimma helli vantrúarinnar og hjelt honum þar hugföngnum, þangað til eitt rit trúarheimspek- ingsins Schleiermachers kom sem konungsdóttiriu og leysti hann úr álögunum. Þetta rit hjet: „Ræður um trúna“ (Reden úber die Religion), og aðalkjarni þess var: „Trúin heflr öflugt virki í sálu mannsins, virki, sem allar örvar og kúlur skynseminnar ekki geta áunnið; þetta volduga virki er tilfinning mannsins“. Þessi helgidómur opnaðist nú fyrir Harms og hann gekk þar inn, en honum fanst fyrst sem hann stæði úti á bersvæði; hann sá engan, sem hann þekti; þó stóð þetta ekki lengi, því brátt fór að bóla á gömlum vinum og kunningjum; það voru kenningar kirkjunnar, sem hann nýlega hafði hafnað. Þegar hann árið 1802 tók guð- fræðispróf í Glúckstadt, var hann orðinn sanntrúaður maður. Næstu fjögur árin eptir að hann var orðinn kandídat, var hann heimilis- kennari hjá presti einum í nánd við Kiel, og mintist hann jafnan síðar þeirra ára með mikilli ánægju, því þar hafði hann bæði tóm- stundir til að lesa margar nytsamar bækur og auðga með því anda sinn, og einnig lærði hann margt gott af prestinum og kyntist ýmsu i söfnuði hans, er síðar kom honum að góðu haldi. Árið 1806 var Harms kosinn aðstoðarprestur (Diakonus) í Lunden í Norður-Þjettmerski. Hann prjedikaði annanhvorn sunnudag með mikilli andagipt og skörungsskap. Ræður hans voru djúpkristilegar, brennandi af áhuga og skáldlegar; eínnig voru þær „praktiskar“, því hann tók fyrir þau mál, sem þá voru helzt á dagskrá og sýndi fram á, hvernig skoða ætti þau frá sjónarmiði trúarinnar. Það fór því brátt mikið orð af honum sein ræðumanni; einkanlega vakti þó ræða ein, er hann hjelt gegn hernaðinum, mikla eptirtekt. Bn þótt hann þætti mikill ræðusnillingur, fanst mönnum ekki síður mikið koma til barnafræðslu hans og skörungs- skapar í sveitamálum, og hvernig hann kom fram gagnvart fá- tækum og vesælum og yfir höfuð rjetti hverjum einum safnað-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.