Verði ljós - 01.05.1897, Síða 14
78
arlima sinna líknar- og hjálparhönd eptir fremsta mætti. Hann
gaf einnig út postillur, kenslu- og fræðibækur, og þótti mikið til
þeirra koma.
Sem að iíkindum ræður, var slíkur maður sem þessi ekki lát-
inn sitja til langfraina sem aðstoðarprestur í litlum bæ; þó var
hann 10 ár í Lunden, en þá var hann kjörinn yíiraðstoðarprest-
ur (Archidiakonus) við Nikulásarkirkjuna í Kiel. 1 hertoga-
dæmunum voru og eru það lög, að söfnuðir kjósa presta sína
á svipaðan hátt eins og nú er hjá oss; Harms prjedikaði þessvegna
eins og vani er þar á undan kosningunni. Af því að svo mikið
orð hafði farið af Harms, þyrptist múgur og margmenni saman til
að hlusta á kjörprjedikun hans, þar á meðal um 50 prestar; menn
væntu mikils, en svo áhrifamikil var ræðan, að þegar komið var
út fyrir kirkjudyrnar, fjellust menn, er í mörg ár höfðu verið bitr-
ustu óvinir, í faðmlög og sættust heilum sáttum; textinn var guð-
spjallið á 4. sunnudag eptir trínitatis: „Verið miskunsamir, eins og
yðar faðir á himnum er miskunsamur“; hann talaði um, hversu guð-
dómleg fyrirgefningin sje, þar sem í henni komi fram guðdóm-
leg göfgi, guðdómleg sæla og guðdómleg miskunsemi. — Þessi kjör-
prjedikun fjekk Harms margra nýrra vina, en þó voru ýmsir hon-
um andstæðir í Kiel, einkuin sumir af háskólakennurunuin, er
þótti hann opt hafa höggvið æði nærri sjer í baráttunni gegn van-
trúnni. Þó mátti kalla að væri sátt og samlyndi til ársinsl817.
Það ár var haldið 300 ára afmæli siðbótarinnar. Harms hafði lengi
fundið til þess með trega, hversu menn höfðu fjarlægzt grundvöll
siðbótarinnar og með því aðalgrundvöll kristinnar trúar. Til þess
að sýna fram á þetta, gaf hann þetta ár á ný út hinar nafnkendu
95 greinar Lúters, er komu siðbót hans á stað, og ljet þar með
fylgja 95 greinar frá sjálfum sjer. í fyrstu greininni segir hann,
að Kristur ineð orðunum: „Takið sinnaskiptum“, vilji leiða inenn-
ina til að lifa samkvæmt konningu sinni; boð hans sjeu ekki, að
mennirnir eigi að laga kenninguna eptir sjálfuin sjer, sem nú sje
siður. Níunda greinin hljóðar svo: „Páfi nútímans í trúarefnum er
skynsemin, með tilliti til verkanna er samvizkan það“. „Bf sam-
vizkan hættir að lesa (o: guðs orð) og fer sjálf að skrifa, þá verð-
ur hún eins mismunandi eins og rithönd mannanna" (I7.gr.). „Fyr-
gofning syndanna kostaði þó peninga á 16. öld; á 19. öldinni fá
menn hana ókeypis, því menn veita sjer hana sjálfir“ (21. gr.). „Á
síðari tímuin hafa menn drepið djöfulinn og iokað helvíti11 (24. gr.).
„Samkvæmt hinni gömlutrú hefir guð skapað mennina; eptir hinni