Verði ljós - 01.05.1897, Page 15

Verði ljós - 01.05.1897, Page 15
79 nýju trú skapar maðurinn guð“ (27. gr.). ,.Hin svonefnda skyn- semistrú er annaðkvort gjörsnauð að skynsemi eða að trú, cða að hvorutveggja“ (32. gr.). „Það á að kenna kristnum mönnum, að þeir hafi rjett til að þola ekki það, sem er ókristilegt og ólúterskt, hvorki á prjedikunarstól nje í kirkju- og skólabókum“ (64. gr.). „Skynsemin æðir um í lútersku kirkjuna, vísar Kristi frá altarinu, rekur guðs orð burt úr prjedikunarstólnum, kastar saur í skírnar- vatnið o. s frv.“ (71. gr.). — í þessum greinum gengur Harms milli bols og höfuðs á skynsemistrúnni, reiknar upp syndaregistur hennar og bendir á hið rjetta og sanna. Hann sýnir fram á, hvern- ig hinni einu, sönnu reglu og mælisnúru fyrir trú manna og breytni, heilagri ritningu, sje vikið úr hásæti fyrir skynsemi manns- ins, og hvernig guðs orð sje afbakað með röngum þýðingum og skýringum; enn frernur bendir hann á. hvernig afleiðingin af öllu þessu sje nú orðið kæruleysi um þá kirkjudeild, sem maður sje fæddur í, já, kærleiksleysi til hennar, eins og komi fram í þeirri háskalegu hreyfingu, að vilja steypa hinum ýmsu kirkjudeildum saman, þannig, að fram komi evangelisk-rómversk og evangelisk- endurbætt kirkja í stað hinna þriggja deilda. Hann vill hafa ó- blandaða lúterstrú, en enga skynsemsku, enga samsteypu (Union); hin evangelisk-lúterska kirkja byggir á guðs orði og sakramentun- um, sem grundvelli sínum, það er hiun sanni grundvöllur, við það þarf engu að bæta, hún þarf hvergi að lána neitt. Greinar þessar flugu um alt land og fóru sem eldur í sinu. Sem einstök dæmi um áhrif þeirra má nefna, að á Norður- Þýzkalandi komust bændur í handalögmál út af þeim, í Holstein rufu karl og kona trúlofun sína vegna þess að þau höfðu ólíkar skoðanir á greinum Harms, og í Kiel hættu fjölskyldur að hafa mök hver við aðra og bönnuðu börnum sínuui að leika sjor saman vegna þeirra. Mcnn litu mjög misjafnt á þann eld, sem upp var kominn; sumir vildu slökkva hann sem fyrst, sumir óskuðu að hann logaði sem skærast; skynsemistrúarmönnum virtust greinarnar and- styggilegar og skaðlegar, aðrir skoðuðu þær heilnæmt súrdeig, „biturt læknislyf við trúarveiklu þátímans11. Hjer um bil 200 rit- gjörðir voru skrifaðar um greinarnar, þar á mcðal varði Harms þær sjálfur optar en einu sinni. Greinar hans voru kjarnyrtar og kröptugar, stunduin nokkuð bituryrtar, t. d. er hann á einum stað segir um þáverandi presta: „Frá vörum sumra presta hljóma orðin: ,Frelsari vor og endurlausnari1, eins og undir brjefum orðin: ,Yðar

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.