Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 7
103 Enginn nmsækjandi getur átt betra meðmælingarbrjef, en sá hefir, er í Jesú trú biður í Jesú nafni. En þá kemur önuur spurning, sem einnig krefur svars: Hvern- ig á að biðja í Jesú nafni? — Sá, sem vill biðja í Jesú nafni verður ekki aðeins að biðja i Jesú trú, hcldur einnig með Jesú hugarfari og í hans anda. Það liggur í hlutarins eðli, að állar bænir verða ekki í Jesú nafni bornar fram fyrir guð, heldur aðeins þær, er spretta fram af sama hugarfari og sama anda sem auðkendi Jesúm. Þær bænir vorar, er spretta fram af hjegómagirnd og snúast um ékkert annað en hjegóma og prjál, er enga þýðingu hefir hvorki fyrir vort tímanlega nje andlega líf, slíkar bænir verða ekki fram- bornar í nafni hans, er sagði: „Leitið fyrst guðs ríkis og hans rjettlætis.“ Þær bænir vorar, er spretta fram af sjálfselsku og síngirni og taka eingöngu tillit til þess, sem er sjálfum oss í hag, getum vjer ekki heldur borið fram í nafni hans, er sagði: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. Eða þær bænir, er spretta fram af reiði og hefndarhug — ef að slikar bænir væru mögulegar á vörum kristins manns — múndu þær verða frambornar í nafni hans, er forðum bað og sagði: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra?“ Nei, að biðja slíkra bæna í Jesú nafni, það væri að misbrúka hið heilaga nafn, það væri að kasta rýrð á hið dýrðlegasta nafn, sem nefnist meðal manna og væri jafn ósamboðið tign kristins manns sem það or óviðurkvæmilegt og hegningarvert í augum hins hei- laga guðs. En því miður munu þær vera altof margar þessar bæn- ir vorar, sem vjér prýðum ineð Jcsú-nafni, eu sem frclsari vor hefir fulla ástæðu til að segja um, eins og hann sagði forðum: „Þjer vitið ekki hvers þjer biðjið.“ Þess vcgna ber kristnum nianni, hvenær sem hann biðst fyrir eða vill biðjast fyrir í Jesú nafni að prófa hugarfar sitt og anda og spyrja: Mundi relsari minn hafa beðið þannig í minum sporum? Er mjer óhætt, án þess með því að óvirða nafn hins heilaga, að enda þessa bæn mína segj- andi: Heyr þessa bæn mína, ó guð, í Jesú nafni? Engin bæn vcrður framborin í Jesú nafni, sem ekki vcrður beðin í Jesú anda og með Jesú lunderni. — Hver getur þá beðið í Jesú nafni? Þessari spurningu er eiginlega þogar svarað með því som hjer á undan er sagt. Fyrstu spurningunni: Hvað er það að biðja í

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.