Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 10
106 gæti verið í efa um það, að vjer íslendingar stæðum þei m langt á baki, hvað kirkjulegt og kristilegt líf snertir. Já, meira að segja, mjer þótti þetta ekki nema eðiilegt, þegar jeg bar saman alla hagi vora og hagi annara þjóða. 0g sama segi jeg enn. Jeg held ekki að neinn sá, er dvalið hefir erlendis, þó ekki væri nema eitt litið misseri og hefir gefið kirkju- og kristindóms- lífinu þar nokkurn gaum, geti látið sjer koma til hugar, að bera það saman við kirkju- og kristindómslífið á íslandi. Jeg get því ekki annað en álitið, að skoðanir þessara manna, er vilja halda því fram, að vjer íslendingar þolum samanburð i þeim efnum við aðrar evang. þjóðir, orsakist fyrst og fremst af ókunnugloika ein- um. En þar næst þykist jeg sjá aðra orsök og hana hygg jeg vera þá, að þessir menn einblina á vantrúna og kristindómshatrið er- lendis og draga ályktanir sínar af því. 0g þá skil jeg það ofur vel, að þeir geta komizt að þeirri niðurstöðu, að ástandið hjer heima sje að engu leyti lakara, ef ekki betra, en hjá öðrum evang. þjóðum; þVí kristindómshatur og vantrú í svo voðalegri mynd, sem þetta hvorttveggja birtist í erlendis, þekkjum vjer, guði sje iof, ekki hjer á landi enn sem komið er. En þegar um kirkjulcgt líf og kristilegan áhuga er að ræða í einhverju landi, ])á getur það ekki verið rjett að einblína á vantrúna og kristindómshatrið og dæma hið kirkjulega og kristilega líf eptir því, heldur er þá fyrst og fremst á það að líta, hvernig ástandið sje í hóp þeirra manna, er standa á grundvelli hinnar kristnu trúar, virðandi kirkju og krist- indóm og álítandi þetta eitt höfuðskilyrði fyrir heillum þjóðanna, andlegum og líkamlegum. Þegar spurt er um kirkjulegt líf og kristilegan áhuga í einhverju landi, þá hlýtur aðalspurningin að lúta að því, hvort þeir menn, er telja sig kristna og álíta sig að tilheyra hinum kristna söfnuði, sjeu lifandi, starfandi og biðjandi limir safnaðarins, hvort kirkjan sje sannur vörður hinna guðlegu hugsjóna, hvort kirkjufjelagið sem heild gjöri nokkuð til þess að halda fjelagslimunum vakandi eða láti sjer fátt um finnast þótt hópar þeirra hverfi ofan í gjá vantrúar, afneitunar og siðloysis, hvort stjórnendur kirkjufjelagsins láti sjer innilega ant um, að skjöldur þess sje skygður og hrcinn, að starfsincnn þess sjcu ötul- ir og samvizkusamir menn, er boða guðs orð rjett og hreint og prýða lærdóminn með grandvöru líferni, hvort starfsmenn kirkjunn- ar sjeu henni trúir og hollir þ.jónar, er meta heill kirkjunnar og safnaðanna meira en eigin hagsmuni og gjöra alt, sem í þeirra

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.