Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 8
104 Jesú nafni? svaraúi jeg svo: Að biðja í Jesú nafni er að biðja í Jcsú trú; og annari spurningunni: Hvernig á að biðja í Jesú nafni? svaraði jeg þanníg: Sá, sem vill biðja í Jesú nafni verður að biðja í Jesú anda og með Jesú lunderni; — en af þessu hvoru- tveggja er það augijóst, hvernig svara ber hinni síðustu spurningu: Hver getur beðið í Jesú nafni? Svarið getur aðeins orðið þetta: Sá, sem trúir á Jesúm Krist sem drottin sinn og frelsara, scm trúír því, að hann hafi með sínu heilaga blóði endurieyst oss, friðkeypt og frclsað og sá sem í trúnni hefir tileinkað sjer Jesúm þannig að hann getur sagt með postul- anum: „Jeg lifi, þó ekki framar jeg, heldur lifir Kristur í mjer!“ — því aðeins sá er þetta getur sagt, hefir Krists anda í sjer bú- andi, í honum hefir Jesú Krists auðmýktar- og undirgefnislunderni fest rætur. En þegar vjer höfum þetta hugfast, þá hljótum vjer og að skilja það, hvers vegna svo margar af bænum vorum urðu ekki heyrðar, er vjer þó hugðumst að bera fram fyrir guð i Jcsú nafni. Einn bað um góða heilsu, en varð að bera sjúkdómskross alla sína ævidaga. Annar bað um lífslán og meðlæti, en varð mótlæt- ismaður aila sína daga. Þriðji bað um að mega halda einkabarni sínu, sjer til gleði og styrktar í lífinu, en það var frá honum tek- ið. Fjórði bað um að mega búa saman við elskaðan maka sinn, en varð að kveðja hann og sjá hann borinn til grafar á bezta aldri. Fimti bað fyrir foréldrum sínum að hann mætti njóta þeirra ná- lægðar sem lengst, til þess að geta goldið þeim eitthvað af kær- leiksskuldinni, en sjá, dauðinn hreif þau bæði frá honum og skildi hann eptir foreldralausan. — Allir þóttust þeir biðja í Jesú nafni. En þó varð bæn þeirra ekki heyrð. Var það miskunn guðs, er hjer þraut? Mun það ekki öllu heldur hafa verið bænin, sem var svo ófullkomin, ekki beðin í hinni rjettu trú eða í hinum rjetta anda eða með hinu rjetta hugarfari? Eða mun því ekki ölfu heldur hafa verið svo varið, að einhver þessara bæna hafi verið af tiokki þeirra, sem Jesú segir um: „Þjcr vitið ekki hvers Jijer biðjið.“ Um það getum vjer ekki efast. En þetta má ekki tálma bænrækni vorri eða aptra oss frá því að biðja. Einn Jesú lærisveinn er ekki fullkominn á fyrsta ári, það þarf æfingu, vöxt og þroska áður en vjer verðum fullnuma í bænariðjunni. „Hingað til hafið þjer ekki beðið i mínu nafni, en sá tími kemur og á þeim tíma munuð þjer biðja í Jesú nafni!“ sagði Jesús forðum við lærisveina sína. Hvenær upprann sá tími,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.