Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.07.1897, Blaðsíða 14
110 að beri þess hve augljósastan vott, að vjer íslendingar, hvað kristi- legt trúarlíf snertir, þolum fyllilega samanburð við Khafnarbúa og svo kann floirum að virðast. Menn reikna nefnilega á þessa leið — og svo mun minn háttvirti andmælandi hafa reiknað —: í Kaup- mannahöfn kemur aðeins 16. hver maður t.il kirkju á hverjum sunnu- degi, í Reykjavik þar á móti kemur að minsta kosti 4. hver mað- ur og á Reynivöllum og víðar til sveita að minsta kosti 2. hver maður; og svo bera menn saman tölurnar og álykta af þeim, að bágast hljóti trúarlífið að vera í Khöfn. En þegar betur er að gáð, þá sannar þessi samanburður út af fyrir sig engan veginn það, sem honum er ætlað að sanna. í grein kand. Þ. T. er ekki aðeins sagt — eins og líka sjera Þorkell hefir tekið eptir — að 16. hver maður sæki kirkju, heldur einnig að 16. hver maður sje til altaris. Til þess að geta rökstutt andmæli sin með þossum samanburði, hefði sjera Þorkell átt að sýna mjer það, að hlutfallið milli tölu kirkjusækjenda og altarisgesta væri hið sama hjer á landi og í Khöfn. Því það veit jeg að minn háttvirti andmælandi er mjer samdóma um, að trúarlífið getur ekki talizt að vera í góðu lagi, þar sem guðs borð er vanrækt mjög, þar sem allur þorri þeirra, er kirkjur sækja, ganga árunum saman fram hjá guðsborði. En það hygg jeg að veiti fullerfitt að sanna, að hlutfallið milli altarisgangna og kirkjusóknar sje hið sama hjá oss og í Khöfn. Jeg held, að í Reykjavíkurprestakalli verði hlutfallið hátt reiknað eins og 4 á móti 20. Jeg þekki reyndar ekki, hvcrnig lilutfallið er í Reynivallaprestakalli eða öðrum prestaköllum út um land, en jeg trúi því ekki, að mjer verði bent á mörg prestaköll hjer á landi, þar som tala kirkjusækjenda á hverjum sunnudogi og tala altarisgesta á hverju ári sje jöfn. Eins og áður hefur verið bent á hjer í blaðinu, þá hefir, eptir hinum prentuðu skýrslum biskups- ins að dæma, altarisgöngum hnignað stórum um land alt á síðustu árum, og hoyrt hefi jeg getið um prestakall hjer vestanlands, þar sem fyrir nokkrum árum síðan als engin altarisganqa átti sjer stað eitt árið. í Khöfn er því þar á móti svo varið, að svo að segja í öllum kirkjum borgarinnar er aldrei svo haldin guðsþjónusta, að ekki sje einhver til altaris. Hvar mundi nú trúarlífið standa með meiri blóma í presta- kalli þar sem einhverjir eru til altaris á hverjuin einasta sunnu- dogi alt árið, eða þar sem vart verður altarisgosta aðcins örfáa sunnudaga haust og vor, — að jeg nú ekki nefni prestaköll, þar sem enginn safnaðarlimanna finnur hvöt hjá sjer til eða þörf á að

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.