Verði ljós - 01.05.1898, Síða 8

Verði ljós - 01.05.1898, Síða 8
72 en sumir sálmarnir hans i sálmahókinni, hefði það eitt nægt, til þess að geyma nafn hans um ókomnar aldir; fyrir þá eina er það óhugsanlegt, að nafn sjera Valdimars Briem glatist meðan nokkur trúuð sála syngur drotni lof og þöitk á íslenzka tuugu; það er óhugsanlegt, að nokkurn tíma verði út gefin á íslenzku ltristileg sálmahók, er eklti hafi að geyma fleiri eða færri af sálmum hans. Þegar þessa er gætt, mun mönnum geta skilizt það, í hvilikri þakkarskuld hin íslenzka kirkja stendur við sjera Valdimar. Og áu efa hefir sjera Valdimar, er hann lítur til sálma- bókarinnar og minnist þess, hvilíkar viðtökur sálmar hans hafa fengið, hvernig margir þeirra þegar hafa fest sig í minni fjölda manna, hlotið að finna, að það er þalcklátt verlt að vera skáld. III. Hinar góðu viðtökur, er sálmar sjera Valdimars að verðleikum hlutu hjá kristnilýð landsins, juku honuin áræði til að færast í fang hið mesta stórvirki, sem unnið hefir verið í heimi hinna íslenzku bókmenta frá því land bygðist: að yrkja samstæða ljóðaheild út, af heilagri ritn- ingu, þetta stórvirki, sem nú liggur opið fyrir almenningi, þar sem „Biblíuljóðin“ eru. Það er enginn efi á því, að þær hiuar lilýju þakk- lætistilfinningar, er sjera Valdimar fann anda á móti sjer úr öllum átt- um eptir útkomu sálmabókarinnar, eiga livað mestan þátt i því, að hann hefir árætt að færast annað eins stórvirki í faug eius og það að yrkja þessi ljóð. En einmitt útkoma þeirra hefir fært sjera Valdimar heim sanninn um, að það er bæði Jialcklátt og vanþakklátt verk að vera skáld; því Jió að honum liafi aðallega verið Jiakkað fyrir ljóðasafn Jietta, liefir liaun einnig hlotið talsvert, vanþakklæti fyrir Jiað. Það ræður að líkindum, að allflestir vinir kirkju og kristindóms, allflestir þeirra, sem elska liina heilögu bók, ritninguna, og kunna að meta hennar óviðjafnanlega gildi, kuuni sjera Valdimar þakkir fyrir Jietta mikla skáldverk lians (enda þótt þeir kunni að sjá einhver mis- smíði eiuhversstaðar), vitandi að skáldið hefir hjer gefið það, sem liann átti bezt, til í eigu sinni. Eyrir þeim er það aðalatriðið, að ljóðin eru trúar- Ijóð, kristileg ljóð, sem verður að skoða og skilja og lesa sem kristileg ljóð. Fviir þeim er það aðalatriðið, að ljóðin eru frá upphafi til enda gagnsýrð af anda kristindómsins, og benda eiginlega öll frá upphafi til enda til hans, sem að eilífu er hjálpræði þjóðanna. í ljósi Jiessa skoða þeir safnið í lieild sinni og dæma það eptir þvi. Og þegar lijer við bætist, að þetta háleita efni birtist í fegursta búniugi skáld- legrar rímsnildar, Jiá er ekki að íúrða, Jjótt Jjeir Ijúki lofsorði á ritið í lieild sinni og sjeu HÖfundinum innilega þakklátir fyrir það. En hið sjeða er komið undir augunum, sem sjeð er með. Þetta getur ekki hvað sízt til sanns vegar færzt, þar sem um biblíuljóð er að ræða, um kristileg trúarljóð. Þess vegua inunu þeir vera æðimargir

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.