Verði ljós - 01.05.1898, Blaðsíða 7
71
ina; en þetta varð til þess að sjera Valdimar tók fyrir alvöra að gefa
sig við hinni andlegu ljóðagjörð og að skáldskapur lians snerist allur í
þá stefuu, sem nú einkennir liann allan, trú arstefnuna.
Það var ekki löngu eptir að sálmahókarnefndin tók til starfa, að
kvisaðist út á meðal almeunings, að sjera Valdimar hefði þegar full-
gjört sálma út af öllum guðspjöllum kirkjuársins, sem koma ættu i
hinni nýju sálmabók. Þetta var í frásögur fært þá, af því að menn
þektu ekki enn þá hinn stórvirka skáldanda sjera Valdimars, sem nú
er öllum lýð kunnur. Menn gengu að því vísu, að þar mundi margt
finnast fallegt og gott að fá fróðleik af, og margir hlökkuðu til útkomu
hinnar nýju sálmabókar ekki hvað sizt vegna þessara sálma eptir sjera
Valdimar, er menn þar áttu von á. Þeir munu ekki vera fáir, sem byrjuðu
á því að leita að einhverjum sálmi hans, er þeir i fyrsta sinni tóku
sjer í hönd sálmahókina nýútkomna. Og því fylgdu eugin vonbrigði.
Vitanlega sáu menn það, að sálmar sjera Valdimars voru ekki allir
jafnágætir, en það gat engum dulizt, að meðal þeirra fundust sálmar,
sem báru höíuð og herðar yfir allan annan andlegan kveðskap Isleud-
inga í frá dögum Hallgríms Pjeturssonar. Menn fundu það þegar, að
hjer voru sálmar, sem óliætt var að fullyrða um, að aldrei mundu geta
gleymzt meðan nokkur kristiu sál mælti á íslenzlca tungu, sálmar sem
fullkomlega þoldu samanburð við liið lang bezta þess konar ljóða hjá
öðrum evangelisk-kristnum þjóðum.
Það hefir sjerstaklega verið margsiunis tekið fram um sálminn
„Þótt lioldið liggi lágt“, að þar liafi sjera Valdimar gefið þjóð sinni
hiun fegursta sálm, sem nokkru sinui hafi ortur verið á íslenzka tungu
og vjer höfum enn ekki getað sannfærzt um, að með þeim ummælum
sje tekið of djúpt í árinni. Því optar sem vjer höfum lesið hann eða
sungið, þess meistaralegri hefir oss virzt hann; þar haldast í hendur
hin mesta íþrótt og hin dýpsta andríki. Eu við hliðiua á þessum sjera
Valdimars dýrðlegasta sálmi, vildum vjer mega setja hiun litla, en
undur liátiguarlega sálm: „Ó syng þíuum drotni, guðs safnaðar hjörð“,
— ef það er ekki gimsteinn í íslenzkum sálmakveðskap, þá vitum vjer
ekld hvar hanu er að finna. Því oj)tar sem vjer heyrum hann þess á-
gætari þykir oss hann. — Og enn langar oss til að heuda á þriðja
sálminn eptir sjera Valdimar. Það er sálmurinn: „Heyr þú minar
hjartaus bænir“, — hvar i islenzkum sálmakveðskap frá því fyrst var
ortur sálmur á isleuzka tungu, mundi liægt að benda á dýpri og inni-
legri, en jafnframt einfaldari sálm en þeuna? Vjer getum með engu
móti sjeð, að þessi sálmur geti ekki jafnazt við hið bozta, sem vjer eig-
um hjá Hallgrimi Pjeturssyni. Það er ekki tilgaugur vor lijer að rekja
alt það, er vjer álítum ágætt, af sálmum sjera Valdimars i vorri nýjustu
isleuzku sálmabók, ])ví það yrði of langt mál, eu það vildum vjer sagt
bafa, að enda þótt aldrei hefði sjest frá hendi sjera Valdimars annað