Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 18

Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 18
146 að sýna fram á, að breytiþróunarkenningin þyrfti alls ekki, eins og margir héldu, að ríða i bága við hina kristnu trú eða grafa kristindómn- um þá grðf, er hann aldrei frainar gæti risið úr, og það af þeirri ástæðu, að hið fyrra væri visindaleg kenning, bygð á vísindalegum rannsóknum, en hið siðara átrúnaður, er í insta eðli sínu lægi gersamlega fyrir utan svæði allrar vísindalegrar rannsóknar. Þessar tvær stefnur kæinu þá fyrst í bága hvor við aðra, er vísindamaðurinn flytti sig yfir á svæði trúarinnar og ætlaði þar að nota sama mælikvarðann sem á svæði vís- indanna. Hvað snertir breytiþróunarkenninguua í sjálfri sér, þá efaðist ræðumaður ekki um, að hún hefði rótt fyrir sér í aðalatriðunuin, hitt þar á móti taldi liann vafasamt, hvort. darvínskan þekti öll þau öfl, er væru starfandi í breytiþróuninni. Visindamaðurinn yrði sem vísinda- maðnr að taka hlutina eins og þeir lægju fyrir í reyndinni, en það úti- lyki ekki, að hann sein kristinn maður jafnframt dáðist að dýrð drottins, sem framleitt hefði hlutina. — í umræðuin þeim, er urðu út af fyrir- lestri þessum og margir tóku þátt í, hólt Pr. Petersen háskólakenn- ari því fram, að vísindamennirnir einir væru f'ærir um að dæma um breytiþróunarkenninguna sein vísindi. En þegar darvinskan vildi gera að eugu trúna á guð sem skapara allra liluta eða réðist á trú kristins mauns á guðlega bænheyrslu mönnunum til handa, þá yrðum vór að halda þvi föstu og ekki víkja frá þvi, að guð stendur í lifandi sambandi við heiminn. Eftir stutt fundarlilé flutti sænskur prestur, Daniel Rudin (sonur há- skólakennara W. Itudin, sem áður hefir nefndur verið) ræðu út af orð- unum i Jóh. 1, 29, um Krist sem friðþægjara vorn, ágæta og efnisríka. Benti hann á hversu friðþægingarhugmyndin gerði hver- vetna vart við sig í ritningunni, en 1 insta eðli sínu væri hún órjúfan- legur leyndardómur mannlegri hugsun. Hann drap því næst á þann muu, sem gerður væri á andlægri og frumlægri friðþægingu, liversu þeir, er aðhyltust hina síðarnefndu, höfuuðu öllu tali um reiði guðs, en töl- uðu sífelt um og legðu allá áherzlu á guðs kærleika. Þessir menn gerðu sig seka í þeim misskilningi að ætla, að reiði guðs, þ. e. reiði hins réttláta heilagleika sé saina sem ilska, — en hjá guði væri þetta tvent aldrei hið sama; syndsamleg reiði væri skyld ilskunni, en það væri einnig til reiði, er ekki væri syndsamleg og ætti ekkert skylt við ilsk- una, heldur væri eingöngu opinberun lifandi óbeitar og viðbjóðs á synd- inni og hinu illa; um þess konar reiði væri að ræða, þar sem talað væri um reiði guðs. A kveldfundinum var rætt um aftutverkandi áhrif kristni- boðsstarfsins meðal heiðingjauna. Sæuskur prestur, Albin Holm, dvaldi sérstaklega við afturverkandi áhrif kristniboðsstarfsins á einstakl- ingana, ekki að eius kristniboðaua sjálfa og þá, sem eru að búa sig und- ir að gerast kristtiiboðar, heldur á alla þá, er vildu hafa fyrir því, að

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.