Verði ljós - 01.09.1899, Page 22

Verði ljós - 01.09.1899, Page 22
150 heims nú á dögum. Þar talaði Robert P. Wilder, trúboði frá Pooua á Indlaudi, sá maður, sem átt liefir inestan þátt í að vekja kristniboðs- áhugaun meðal stúdeuta hins enskumælaudi heims, og liefir hvað eftir anuað ferðast um Norðurlönd í sama tilgaugi. Ilanu lýsti vexti og fram- þróun kristuiboðsstarfseminnar í heiðnu lönduuum og hvatti meun til þess að styðja það starf. Hann gat þess, að drottinn hefði þegar gert dásamlega hluti úti 1 heiðnu löndunum; nú væru t. a. m. 12000 kristui- boðar mótinælendatrúar starfandi víðsvegar um heim og 71000 aðstoðar- meuu þeirra af flokki kristnaðra heiðingja; 19000 kristniboðsstöðvar væru núí hinum heiðua lieimi, 11000kirkjur, 1300000 kveldmáltíðargestir af réttum 3 miljónum heiðingja, er trú hefðu tekið. t .Japan hefði fyrsta kirkjan verið bygð árið 1871; nú væru þar rúmlega 400 kirkjur og 40 þús. safnaðarlimir. Af hverjum 800 Japansinauua væri einn kristinn og af hverjum 60 japanskra stúdeuta væri 1 kristinn. I Kfna hefðu síðan 1840 70 þúsundir tekið kristna trú. Til Úgauda hefði fyrsti trúboðiun komið fyrir 23 árum; nú væru þar 413 kirkjur, 700 innlendir prestar og kennarar, 13000 innlendir kristnir menn. Biblian væri nú útlögð á °/10 allra tungumála jarðarinnar. Alt þetta hefði drottinn þegar látið vinna. Síðan lýsti hann hinum feiknarmiklu erflðleikum, sem trúboðarn- ir ættu við að striða og endaði mál sitt með því að skora á hvern þann stúdent, er hjá sér fyndi köllun til að gerast trúboði, að gefa sig fram hið fyrsta, því að ávalt væru verkamennirnir of fáir. — Þá talaði þýzk- ur gyðingatrúboði, Otto von Harling, um kristniboðsstarfið með- al Gyðinga. Laugardagiun 19. ág. var bænarsamkoma haldin í kirkjunni og stýrði henni Heihlú Ekmann, prestur frá Pinnlandi. Síðan var tekið að ræða um liin kristilegu stúdeutasamtök á Norðurlöndum. Eckhoff prestur skýrði frá hversu þessi samtök hefðu myndast og hversu þau hetðu þróast frá byrjun þeirra, hvað bezt yrði séð á stúdentaíúndunum, er sífelt yrðu fjölsóttari. Upphaflega hefðu þessi stúdentasamtök náð yfir Danmörku, Sviþjóð og Noreg. Seinua hefðu Pinnar bætst við og nú síðast hefði verið gerð tilrauu til að draga Islendinga iun í lireyf- inguna. Skýrði hann frá sendingu kand. K. Stub’s til Islands i fyrra vor og hvað af þeirri fór hefði leitt (stofnuu „Bandalagsins11), og skor- aði á séra Jóu Helgason, eina ísleudinginn, er viðstaddur var á fund- inum, að halda tilrauuiuui áfram, svo næsti stúdentafundur, er haldinn yrði, fengi að sjá að minsta kosti 3—4 stúdenta islenzka. Eftiráskorun fundarins, skýrði séra Jón Helgasoii því næst frá skóla- og stúdentalífi áíslandi, rakti stuttlega sögu íslenzkra mentaskóla frá siðbót niður til vorra tíma, jafnframt þvi sem hann gerði grein fyrir hvernig á því stæði, að ekki hefðu fleiri sótt fund þenna en liann einn og livers vegua naumast gæti verið að búast við hluttöku í hinum norrænu stúdeuta- fuudum af hálfu íslenzkra stúdenta, þar sem hagur þeirra flestra væri

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.