Verði ljós - 01.11.1900, Síða 14
174
,®ldamót‘,
7
ar.
(Niðarl.). Auk þessara ritgerða, sem nú liafa verið nefndar, flytja
Aldamót tvær prédikanir eftir þá séra Jón Bjaruason og séra Jónas A.
Sigurðsson. Prédikun séra Jóns er ræða í „minning reformasiónarinn-
ar“. Slík ræða sem þessi er ávalt „orð í tíma töluð“, því að aldrei er
vanþörf ú, að minna menn á hve mikið kirkja vor á Lúter að þakka.
Það væri ef til vill eklci sízt vanþörf á þvi, að íbúar köfuðstaðarins
okkar væru mintir á þetta, því að ýmislegt vii'ðist benda á, að þeim só
farið að verða það nokkuð óljóst sumum hverjum, að minnsta kosti
þeim, sem eru nú í óða önn að koma börnum sínum fyrir til kennslu
hjá Landakots-nunnunum; því að hvað sem það annars er vottur um,
þá er það ekki vottur um kærleika til hinnar evang. lút. kirkju, að
selja börn sín í heudur þeim mönnum, sem hingað eru komuir einasta
í þeim tilgangi að grafa grunninn undan hinni evangelisk lútersku
kirkju vorri. — Prédikun séra Jónasar heitir „Afsakanir og autt rúm“
— og er liún flutt við kirkjuþingssetuingu. Þótt ýmislegt sé vel sagt
í þessari ræðu, verðum vér að játa, að vér kuuuum alls ekki við hana.
Ef til vill orsakast þetta af því, að vér hér lieima erum of gamaldags
í þeim efnum. Auðvitað gotum vér ekki ætlast til þess, að þeir séuað
taka tillit til þess, hvað oss hér heima fellur í geð, prestarnir þar vestra,
en hins vegar óskum vér ekki, að þessi ameríkanska prédikunarferð
yrði innleidd hór. Páll postuli ásetti sór í pródikunum sínum að vita
ekkert neina Jesúm Krist og lianu krossfestan. Vér erum ekki vaxnir
írá þeirri postullegu reglu. I ræðu sóra Jónasar, sem byrjar á séra
Mattiasi „einum hinna stærri spámanna og skálda þjóðarinnar ís-
lenzku11 og endar á Júlíusi Cæsar, virðist þeirri reglu ekki fylgt, þvi
að þar kennir sannarlega fleirri grasa. Vér höfum ekkert á móti því
að tilfærð séu orð merkra manna, skálda og rithöfunda á prédikunar-
stólnum, en slíkar tilvitnanir eiga ekki og mega ekki bera ofurliði orð
guðs úr heil. ritningu. Sá sem lifir og andar í þessu orði, þarf sjaldn-
ast slíkra tilvitnana með því til skýringar, sem hanu vill sagt hafa, því
að hann mun ávalt geta fundið i ritniugunni gnægð orða og dæma, er
útskýra sannindi þau, er liann vill sagt hafa, miklu betur en allar til-
vituanir í frægustu skáld og rithöíunda heimsius. Það getur verið gott
að heyra livað Mattías eða Steingríinur eða Gr. Thomsen eða John Han-
coek eða Eranklin eða Cæsar hafa sagt, hitt er þó enn betra að heyra
hvað Kristur eða Páll eða Pétur eða Jóhannes hafa sagt um sama efni.
Vér leggjum meiri áherzlu á, að pródikunin sé biblíuleg, en að hún só
„litterær“ eða livað vór eigum að kalla það. — Án efa helði einn fyrir-
lestur eftir sóra Jóu Bjarnason glatt lesendur ái'sritsins meira en báðar
þessar ræður þeirra prestanna, er samtals fylla 34 blaðsiður, hve góðar
sem ræðurnar annars þykja.