Verði ljós - 01.08.1901, Qupperneq 7

Verði ljós - 01.08.1901, Qupperneq 7
119 í anda Krists, að einnig þessi vistarvera verði bústaður frjálsra og SSella guðsbarna, starfa að því, að það ástand á þessari jörðu nálgist sem mest, er Jóhanues postuli sá i spádómssýn út við sjóndoildarhring tímaus: Eg sá nýjan himin og nýja jörð (Opinb.b. 21,1) —þar sem guð hefir af þerrað hvert tár og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né mæða mun framar til vera, því hið fyrra er farið. Alt sem unnið er til þess að betra mennina og bæta hag þeirra, stefnir í þessa átt. Starfsemin í þjónustu Krists er því í eðli sínu líknarstarfsemi, eða starfsemi i kærleika. Þá þjónum vér drotni bezt, er vér þjónum öðrum mönnum í kærleika, sem uær eigi að eins til einstakra manna, heldur einnig til þjóðar inauns. Fram í Jesú nafni — veg kærleika í anda Jesú, og þá sérstak- lega til ættjarðarinnar. Kærleikur til ættjarðarinnar, þess lands, þar sem maður fæddist, lék sér æskuárin, starfar fullorðinsárin og býst við að bera beinin; kærleikur til þeirrar jijóðar, er maður er eins og hold af hennar holdi, bein af hennar beinum, þeirrar jijóðar, sem talar móð- urmál manns og maður stendur í nánu ættar og venzlasambandi við og á saman við flest það, er mauni er dýrmætast og helgast, tungu, trú og minningar — sá kærleikur er reyndar miklu eldri en kristindómurinn. Af þeim kærleika hafa jafnvel heiðingjar fórnað sjálfum sér i dauða til sigurs þjóð sinni, og snemma á öldum tala skáld þeirra um hinn dular- fulla unað, er dragi alla að æskustöðvum þeirra og láti þá eigi gleyma þeim, og um hina djúpu þrá þeirra, er lengi höfðu hrakist. víða í fjar- lægð frá átthögum sínum, að fá að sjá, þótt ekki væri nema reyk þaun, er legði upp frá býlum ættjarðarinnar. Ekki var ættjarðarástin minni hjá Gyðingum. Hún knúði spámenn- ina til að leggja líf og krafta í sölur fyrir þjóð sína og stýlaði hiu viðkvæmu saknaðarljóð herleiddra (fyðinga í Kaldeu: Við ár Babýlonar sátum vór og grétum, er vér mintumst á Síou (Sálm. 137). Hversu hrífandi er ekki frásagan um spámanninn herleidda, er kraup þrisvar sinnum á dag og bað til guðs, en sneri jafnan í bæuinni í þá átt, er vissi til fjarlægrar fósturjarðar haus (Dan. 6, 11). Skyldi ekki einhverjum er flytja héðan í aðra heimsálfu, burtu úr hinum fögru dölum ættjarðar vorrar, einnig verða jiað við og við að snúa á bænastundum sínum ó- sjálfrátt andliti í áttina til hólmans gamla, „þar sein að vöggur þeirra áður stóðu og vinarorðið fyrsta’ á vöruin lá“? Postular Krists elskuðu Jijóð síua og lá hagur hennai þungt á hjarta (Róm. 9, 23), og Jesús Kristur sjálfur, fyrirmynd vor i Jiessu sem öðru, sýndi ljósan vott þess, að þótt elska haus væri víðtækari en nokkurs annars manns og næði yfir alla menn á öllum öldum, þá hafði hann þó einnig gagnvart þjóð sinni og ættjörðu þær tilfinuingar, sem ekki verður gefið anuað nafn eu ættjarðarást. Sem dæmi Jiess má

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.