Verði ljós - 01.08.1901, Side 9

Verði ljós - 01.08.1901, Side 9
121 kost strita fyrir viðurværi sínu og verða að sjá. börn sín og aðra ást- vini með fölar kinnar? Skyldum vér 'ekki með meðaunkun geta hugsað til allra þeirra landa vorra, sem verða að láta sér lynda að vanta marga þá liluti, er varla má án vera, til að lifa því lífi, er samboðið er veru, sem sköpuð er í guðs mynd og á að vera lierra jarðarinnar? Hvert það starf, sem miðar til þess, að minka þetta böl, bæta úr skorti, létta alþýðu hina ströngu baráttu hennar fyrir lífinu, hver sú viðleitni, sein stefnir í þá átt, að láta þá sí og æ verða færri og færri í laudinu, er líði illa, sú viðleitni er í sannleika í anda hans, er af meðaumkun gjörði kraftaverk, til að seðja hungrað félk á eyðimörku, er með öðrum orðum starfsemi i Jesú nafui. — I>á kemur og af sjálfu sér sú bæn til drottins, að þjóð vor fái á þessari nýju öld, og hverjum tíma sem er, að njóta þeirrar stjórnskipunar, er drottinn sér henni bezt haga, til þess að stundlegur hagur heunar geti blómgast. En hver er uudirstaðan, sem velfarnan þjóðar i þessu tilliti og öðru byggist á? Hún er lifandi kristindóm ur. Það líferni, sem hann vill innræta, getur bezt hjálpað til að afla daglegs brauðs og að fara vel með lífsgæðin. Og í annan stað felast i kristindóminum sjálfum þau gæði, er fullnægja dýpstu þörf og þrá mannsins, og áu hans vantar ýmsar dygðir: réttlæti, samheldni og aðrar fleiri, sem eru skil- yrði fyrir farsælu félagslifi. Reyndar sýnir mannkynssagan að þjóðir hafa án kristindóms hafist upp til mikillar auðlegðar og veldis. En meðan þær voru að afla þess, urðu þær, jafnframt öllu ofríkinu, sem þær oft beittu við aðra, þó einuig að sýna dygðir, sem á öllum tímum hafa verið þektar og mikilsmetnar: hugprýði, ósérplægni, sjálfsafueitun. En sú velmegun og veldi, sem þær hófust til á þennan hátt, varð þeim hefndargjöf til tjóus og glötunar, af því að kristindómiun vantaði, til að lielga lífsgæðin. Þær geugu sína eigin vegu, lausar við réttlætið, en fjötraðar í ánauð girndanna, og sýndu seinni kynslóðum, hvernig syudin er lands og lýða tjón. En kristiudómurinn brýnir aftur fyrir möunuin margar þær dygðir, sem eigi að eins veita hjartanu frið, heldur eru og vænlegar til ytri velinegunar og farsældar: iðjusemi, hófsemi, nægjusemi, friðsemi, ráðvendni, réttsýni, sjálfsafneitun. Guðrækuiu hefir fyrirheit einnig fyrir þetta líf. En kristindómurinn er eiunig undirstaða undir velfarnan hvers manns og hverrar jijóðar sökum þess, að í honum er fulluægt dýpstu þörf mannsins. Þar fær maðurinn dýrmætar upplýsingar um forsjón og föð- urkærleik guðs í Kristi, um ákvörðun sina og handleiðslu guðs, um náð og fyrirgefning og um áframhald tilveru sinnar eftir dauðann. Þar fær hanu. reglur fyrir breytni sinni, er mæla sjálfar með sér fyrir sam- vizku hans, og þar fær haun máttugau vin til að halla sér að. Þar fær, í einu orði sagt, hjarta hans frið og hvíld. Lifandi kristin trú er aðalskilyrði fyrir sannri velliðun einstaklinga og þjóða. Vanti hana,

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.