Verði ljós - 01.10.1901, Blaðsíða 5
149
sáluhjálplega sannleika, tala knúðir af heilögum anda, og það engu að
síður þótt þeim geti skjátlast i ýmsu því, er liggur fyrir utan kölluuar-
svæði þeirra, — á sama hátt muu sá, er lieíir orðið var við sterkviðri
guðs auda í orðum spámanuanna, eiunig víður í garnla testameutiuu
finua það, sem hefir eilíft gildi og því hlýtur að vera opiuberað af
guði, alt eins fyrir það, þótt hann hljóti að játa, að ekki sé þar alt
jafngöfugt, jafnóskeikult og jafnfullkomið.
Það er verk hinuar nýju biblíufræði, að hafa opuað augu vor fyrir
mikilvægi spámannanna í Ísrael fyrir róttan skilniug á eðli hinnar
guðdómlegu opinberunar í gamla testameutiuu. Fyrir það erum vér í
mikilli þakkarskuld við liinar visindalegu biblíurannsóknir. Það er
vist, að spámennirnir hafa lifað og starfað, — það er víst, að þeir liafa
vituað fyrir samtíðarmöuuum sinum um „það, sem auga ekki sá og eyra
ekki heyrði og ekki hefir upp komið í hjarta nokkurs manns“. og loks
er það víst, að þeir hafi talað knúðir af auda, sem heimurinn þekkir
ekki og vantrúin skilur ekki, en vór, sem trúum á Jesúm Krist, viður-
kennum sem anda drottins.
Látum því vísindiu rannsaka og prófa, látum þau kollvarpa ýmsuin
af skoðunum vorum á gamla testamentiuu, látum þau taka Mósebæk-
urnar frá Móse, sálmana frá Davið, orðskviðina frá Salómon, einu geta
þau ekki kollvarpað: trú vorri á opinberun guðs í gamla testamentinu;
hún stendur ásamt þcim, er hún veittist, og ritum þeim, er þeir hafa
eftir-skilið oss, óhrakin af öllum vísindalegum rannsóknum, já meira
en það, hún steudur nú á fastari fótum eu nokkru sinni áður.
Eg fæ ekki betur sóð en að með þessu sé mikið unnið. Þvi að
hiu guðdóndega opiuberun í gamla testameutinu er það sem alt er
uudir komið og gildi gamla testamentisins stendur og fellur með. Þetta er
þó ekki svo að skilja, að alt, sem lýtur að eðli þessarar opinberunar,
só oss nú opið og augljóst; þvi að í vissu tiiliti hljóta spámeunirnir
að vera oss óskiljaulegir. Alt líf er í insta eðli síuu leyndardómur;
þannig er eiunig hið aiidlega líf i hjartadjúpi spámanusins oss hulinn
leyndardómur; hvað þar fer fram, er audi guðs stígur niður í hjarta
spámaunsins, vitum vér ekki; en það sem fram gengur af munni spá-
mannsins segir oss, að eitthvað sé gengið á uudan í djúpi lijartans.
Eins og hitinn segir mér, að eldurinn sé einhversstaðar nærri, þótt óg
sjái hanu ekki, á sama hátt segir vitnisburður spámannsins, er liann
grípur samvizku mfuá, dæmir lijarta mitt, opinberar hugsanir þess og
hugrenningar, að guðs andi liafi áður vitnað fyrir anda spámannsins,
hafi blásið honum í brjóst það, sem hann segir mér um veru guðs og
leyudarráð, svo að orð liaus séu meira en manna orð, þ. e. birti mér
guðlega opinberun.
Og þó er orð spámannsins, þrátt fyrir hið margítrekaða „svo segir
drottinn11, ekkú guðs orð eingöngu, heldur guðs orð í umbúðum