Verði ljós - 01.10.1901, Side 10
154
Biblíusögur þær, or kendar eru í skólamun, höfum vór haft með
höndum, og fáum vér naumast trúað þvi, að öllum hljóti ekki að verða
það Ijóst, er þeir lesa bókina, að með þvi að nota slika bók, sé gerð
tilraun til þess, að haí’a áhrif á trúarskoðun barnaiina, og það í þá átt
að gora J)au kaþólslt. liiblíusögurnar oru á dönsku og beinlinis ritaðar
handa kaþólskum skólum. Ef sá er eigi tilgangurinn, hví eru þá eigi
brúkaðar einhverjar evangelisk-lúterskar biblítisögur? Þær eru inargar
til, ritaðar á dönsku. Og hvernig stendur á því, að foreldrar barnanna
fara eigi fram á slíkt? Framan á biblíusögum þessum or mynd, er
iramar öllu öðru á að sýna þýðingu og vald páfans, og því næstkemur
all-laugur inngangur (6 bls.), er raestallur lýtur að þvi, að útskýra
myndina. Myndin sýnir þetta aðallega: Eugill heldur á bibliunui op-
inni; öðrumegin er gamlatestamentið, hinumegin nýjatestamentið. En
gamlatestamentismegin við engilinn stendur æðsti prestur ísraelsmanna
í skrúða sínum og heldur á lögmálstöfiunum, en nýjatestamentismegin
stendnr páfinn - hiun heilagi i’aðir - í öllu tignarskarti sinu. Útskýr-
ing myndarinnar beudir svo á það, að æðsti prestur ísraelsmanna hafi
eigi verið nema „óljós fyrirmyndan" (svagt Eorbillede) í samanburði
við hinn heilaga föður; páfiun só sýuilogur jarl Ivrists eða „staðgöngu-
maður“ (Stedfortræder) og hafi þá köllun, að leysa af heudi hans verk
uin heim allan og meðal allra þjóða jarðarinnar; og ýonsar helztu kenn-
ingar páfavoldisius eru teknar fram i þessum „inngangi11 eða formála.
Yíða í bókinni eru svo athugasemdir aftan við frásögurnar, og hafa
þær auðvitað það markmið, að koma ýmsura kredduin kaþólskra manna
inn hjá börnunum, — kenningum, sem engiuu fótur er fyrir i sjálfri
ritningunni. Til skýringar skuluin vór nefna eiustök dærai.
A G(). bls. stendur svolátandi athugasemd: „Öll guðsdýrkun ísraels-
inanna var fyrirmyndanleg. Hinar mörgu blóðgu fórnir litu til liinnar
einu Ijlóðgu fórnar á krossinum, sem ein í saunleika blíðkar reiði guðs;
liinar óbióðgu fórnir benda til hinnar óblóðgu fóruar i heilagri messu,
en fyrir iiana hljótum vér sífelt hlutdeild í ávöxtnm krossfórnarinnar,
og er hún bæði tilbeiðslu-, þakklætis-, bænar- og friðþægingarfóru.
Æðsti presturinn. fyrirmyndaði Krist, að þvi loyti sem hann sjálfur
færði föður sínum hina blóðgu fórn á krossinum og enn á degi hverjum
fyrir hendur prestsins færir honum hina óblóðgu fórn heilagrar messu“.
Aftau við frásöguna um Júdít, hina grimmu konu, er hjó höfuðið
af Hólófernes konungi og eitt liinna apókrýfisku rita segir frá, er hnýtt
svolátandi athugasemd: „Júdít fyrirmyndar Mariu [ mey|, þótt á óljósan
liátt só; því að María mey er gædd óviðjafnanlegum heilagléik og hefir
fyrir sinn guðdómlega son unnið dýrðlogan sigur yfir hinum skæða
óvini alls mannkynsins. Eyrir því er húu líka blessuð bæði af englum
og mönnum framar öllum konum“. Hér virðist vera búið að gera
Maríu að frelsara, or leyst hafi oss undan valdi djöfulsins, en Jesús
Kristur er að eins orðinn verkfæri í heunar hendi.
Af'tan við f'rásöguna um Ester er á sama liátt bætt þessari athuga-
semd: „Hin dygðuga drotuiug Ester, hiu eina, sem var uudantekin
hinuni hörðn lögum konungs og með bænum sínum ávann þjóð sinni
vægð fýrir reiði konungs, fyrirmyndar hina heilögu himnadrotningu
Maríu. iPví að hún ein var undanþegin lögmáli erfð'asyndariunar og
hún mildar æíinlega reiði guðs með hinni stöðugu kærleiksríku íýrirbón
sinni og ávinnur oss náð hans og hjálpræði11. Hér er María gerð að
árnaðarmanni rorum hjá guði
i