Verði ljós - 01.12.1903, Side 3

Verði ljós - 01.12.1903, Side 3
VERÐI LJÓS! 179 verunnar; kristna trúin prédikar, að guð vinni eftir ráði vilja síns und- ursamleg kraftaverk, sem maunsandanum sé með öllu ofvaxið að skilja. Visindi nútímans pródika, að heimurinn sé á sifeldri framfararás og að köfuðeikenui hans sé sifeld framþróun að fullkomnunartakmarki; kristna trúin pródikar guð, sem gerir alt i fyllingu timans og leiðir alt með vísdóms og máttarhendi sinni að eilífu fullkomnunartakmarki. Vísindi nútimans prédika, að í heiminum sé öllu svo fyrirkomið, að hið lífvænlegasta, þ. e. hið bezta, ber ávalt um síðir sigur úr býtuin; kristna trúin prédikar róttlátan og gæzkurikan guð, sem elskar alt gott og efiir það, en hatar alt ilt og aftrar því. — - —- Sannkæri efasemdamaður! Hvað virðist þér? Er hór um ósam- rímanleika að ræða? Er hór ekki miklu fremur ástæða til að dást að hinu mikla samræmi, sem hér á sér stað? Eg fæ ekki betur séð, og því betur sem óg virði fyrir mér þessa einstöku drætti hvern fyrir sig, þess dásamlegar finst mór þetta koma heim hvað við annað. Þú segir, að utan úr hinum óendanlega himingeimi leggi kulda- strauma inu yfir hið jarðneska lif, er hafi deyðandi áhrif á þá tilfinn- ingu fyrir mæti sjálfra vor og mikilvægi i tilverunni, sem áður fyrri gagntók oss, geri að engu liina barnslegu trú vora á það, að vér séum miðbik tilverunnar eða það sem tilveran öll snýst um. Þetta þarf ekki að vera svo og er það ekki heldur. Meðvitundin um hinn óendanlega geim þarf alls ekki að hafa neiu deyðandi álirif á vora barnslegu trú. Hafi það ekki rýrt mæti og inikilvægi guðs sonar, að hann var látinn fæðast í örlitlum smábæ í einu liinu miusta landi, þarf það ekki að rýra mæti sjálfra vor og mikilvægi, að guð hefir valið mannkyninu til bústaðar eina af minstu plánetunum, sein svífa í hinum óendanlega himingeimi. Hvorttveggja birtir oss sömu guðshugsunina. En nú segir þú, sanukæri efasemdamaður, ef til vill einhvern veg- inn á þessa leið: Þú gleymir öllu liinu marga og mikla í heiminum, sem beiulinis mótmælir guðs kærleika. Nei, óg hefi ekki gleymt því. Þú þar á móti hefir gleymt, að það er einmitt einn af lærdómum hinnar kristnu trúar, að heimurinn sé ekki í reyndinui eins og guð í kærleika sínum hafi ætlast til. „Heimurinn velkist í hinu vouda“, segir Jóliannes. „Syndin er komin inn í heiminn og dauðinn fyrir syndina“, segir Páll. En „guð hefir ekki gert dauðann, og vill ekki, að þeir fyrirfarist, sem lifa“ (Spek. 1,13). Synd mannanna hefir spilt heimi guðs — það er satt. En þrátt fyrir syndina í heiminum sé ég samræmið, sem er á milli hinuargömlu guðs-hugmyndar kristiudómsins og hiunar nýju heims-liugmyndar nútíma- vísindanna. Og kristnum manni, sem komið hefir auga á þetta og getur varðveitt báðar þessar myndir í liuga sínum hvora við liliðina á annari, er þetta uppspretta hinnar mestu gleði og unaðar.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.